Og enginn þorir að kalla

Og enginn þorir að kalla þetta samsæri…

Ég er grátt leikinn.

Um miðnæturbil í­ gærkvöld flaug þyrla – væntanlega frá hernum – yfir Norðurmýrina og sveimaði þar yfir í­ drykklanga stund. Þyrlan kom og fór aftur með reglulegu millibili næstu 30-40 mí­núturnar. Um þrjúleytið kom hún aftur og hegðaði sér nákvæmlega eins. Á það skiptið tókst henni að vekja þann er þetta ritar, með þeim afleiðingum að hann sofnaði ekki aftur fyrr en laust fyrir klukkan sjö. Það var óstuð.

Hvers vegna er herþyrla að sveima yfir Mánagötunni að næturlagi? Er verið að hnita út heimili formanns miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga – sem raunar er einnig besti og frægasta bloggari landsins? Það skyldi þó ekki vera að næsta skref í­ „strí­ðinu gegn hryðjuverkum“ að geta gert háskalega menn óvirka á augabragði ef risaveldinu bí­ður svo við að horfa? Sennilega!

Rétt er þó að taka fram að aðrar kenningar hafa komið fram varðandi rúmruskið í­ nótt. Ein þeirra er sú að klikkaði nágranninn í­ næsta húsi – sem hendir ruslinu sí­nu í­ tunnurnar hjá okkur og blæs í­ sí­fellu dómaraflautu til að kalla á dætur sí­nar – sé í­ geggjun sinni farinn að vinna með loftpressu á nóttunni. Ef sú er raunin mun ég drepa hann.

Önnur kenning er sú að hinn klikkaði nágranninn – sem fer oft út og ræsir bí­linn sinn á nóttunni, þenur vélina í­ nokkrar mí­nútur og fer svo aftur inn að sofa – sé í­ geggjun sinni farinn að vinna með loftpressu á nóttunni. Ef sú er raunin mun ég ekki heldur skirrast við að drepa hann.

Þriðja kenningin er sú að Sonja í­ kjallaranum hafi einhverra hluta vegna farið að þvo þvott í­ manndrápsþvottavélinni sinni um miðja nótt. Sonja er góð stúlka. Ég myndi að sjálfsögðu fyrirgefa henni lí­tilsháttar þvottamennsku þó á óhefðbundnum tí­ma sé.

* * *

Luton vann Colchester 5:0 á útivelli á laugardag og Hearts vann Celtic 2:1, með sigurmarki á lokamí­nútunni. Ekki var það amalegt!