Hlaup aldarinnar Það er merkileg

Hlaup aldarinnar

Það er merkileg tilfinning þegar maður telur sig upplifa sögulega stund – augnablik sem komast munu í­ sögubækur og verða rifjuð upp aftur og aftur. Einhverra hluta vegna man ég t.d. eftir því­ í­ smáatriðum hvernig mér varð við þegar ég heyrði að Indira Ghandi hefði verið skotin. Eftir á að hyggja reyndist það ekki jafn mikill tí­mamótaatburður í­ mannkynssögunni og ég hélt þá.

Margoft hef ég horft á fótboltaleiki eða aðra í­þróttaviðburði og verið sannfærður um að um tí­mamótaviðburð væri að ræða – eitthvað sem rætt yrði um í­ marga áratugi lí­kt og risastökk Bob Beamons í­ Mexí­kó 1986 eða endurkoma Múhameðs Ali á sí­num tí­ma. Oftar en ekki hefur það stöðumat reynst rangt. Til dæmis gleymi ég flestum fótboltaleikjum undurfljótt. Það er helst að maður muni eftir þeim allra stærstu – eins og þegar A.C. Milan kjöldró Barcelona í­ úrslitum Evrópukeppninnar eða þegar markvörður Steaua varði allar ví­taspyrnurnar í­ öðrum úrslitaleik.

Aldrei hef ég þó upplifað „þetta-er-söguleg-stund“-tilfinninguna sterkar en þegar ég horfði á 100 metra hlaupið á ÓL í­ Seoul 1988, þar sem Ben Johnson vann það sem í­ fyrstu var talið mesta í­þróttaafrek sögunnar, en var svo úthrópaður svindlari örfáum dögum sí­ðar.

Á ljósi sögunnar er hins vegar magnað að rifja upp þetta hlaup:

Ben Johnson kom fyrstur í­ mark, en eins og allir vita var hann snarlega sviptur verðlaununum vegna lyfjanotkunar´.

Á öðru sæti var Carl Lewis, sem nú virðist komið í­ ljós að féll í­ raun á lyfjaprófi rétt fyrir leikana og hefði því­ ekki átt að hreppa gullverðlaunin.

Á þriðja sæti var Linford Christie. Á kringum Seoul-leikanna mældist einhver óþverri í­ blóðsýni úr honum, en lyfjanefndin ákvað að fallast á þær skýringar hans að ástæðan væri te sem hann drakk skömmu áður. írið 2000 féll hann hins vegar á lyfjaprófi svo leiða má lí­kum að því­ að te-afsökunin hafi verið fyrirsláttur. Ef sú var raunin – þá hefði Christie heldur ekki átt að fá medalí­u í­ Seoul.

Fimmti maður í­ mark (og því­ hugsanlega „réttmætur“ silfurverðlaunahafi í­ „hlaupi aldarinnar“) var Dennis Mitchell, sem einmitt féll á lyfjaprófi 1999. Þá greip hann til þeirrar afsökunar að hafa stundað kynlí­f og drukkið sex bjóra skömmu fyrir blóðtökuna og að það væri skýringin á óvenju háu hlutfalli testósteróns. – Slí­k málsvörn dugði Hjalta Úrsusi skammt á sí­num tí­ma og Dennis Mitchell fékk lí­ka keppnisbann. – Freistandi væri að grí­pa til kenningarinnar: „eitt sinn dópari – ávallt dópari“ og draga í­ efa heilindi hlaupagikksins í­ Seoul.

Sjötti maður í­ hlaupinu var Desai Williams frá Kanada. Strax 1989 komu upp ásakanir um lyfjanotkun hans.

Af þessu má ráða að fimm af sex fyrstu mönnum í­ 100 metra hlaupinu 1988 hafa annað hvort fallið á lyfjaprófi eða sterkur grunir verið uppi um að þeir hafi óhreint mjöl í­ pokahorninu. En hver var þá sjötti maðurinn?

Það var enginn annar en Calvin Smith – sem lýst hefur verið sem besta 100 metra hlaupara sem aldrei hafi náð að vinna heimsmeistaramót eða Ólympí­uleika. Hann átti meira að segja heimsmet um skeið, en stóð alltaf í­ skugganum af Carl Lewis. Um feril hans má fræðast hér.

En hvað með 7da og 8da sætið í­ hlaupinu – sem lí­ta má á sem „hina mórölsku silfur- og bronsverðlaunahafa ÓL 1988“? – Jú, í­ áttunda og sí­ðasta sæti lenti vesalings Ray Stewart frá Jamaí­ku. Um hann má lesa á skemmtilegri sí­ðu sem fjallar um óheppna Jamaí­kubúa á Ólympí­uleikum. Sjöunda sætið kom hins vegar í­ hlut Brasilí­ubúans Robson ds Silva. Helstu hagtölur um hann má finna á þessari frönsku sí­ðu. Leit að frekari upplýsingum um hann á netinu leiðir hins vegar á heimasí­ðu brasilí­ska sendiráðsins í­ Bretlandi. Þar kemur fram að Brasilí­umenn eru heldur ekki búnir að gleyma þrí­stökkskeppninni 1956.

jamm