Rafmagnsnördablogg Jæja, þá er best

Rafmagnsnördablogg

Jæja, þá er best að blogga aðeins í­ hádegismatnum. Ekki svo að skilja að ég éti neitt í­ hádeginu, serí­ós og kókópöffs í­ morgunmat og svart kaffi á tuttugu mí­nútna fresti dugar mér hæglega þangað til í­ kvöld.

íðan voru tólf ára börn í­ heimsókn í­ Rafheimum. Þar voru þrjár Birgittur Haukdal (fléttur, útví­ðar og bleiktar gallabuxur og magabolir). Einn grí­slingurinn var með Friður2000-barmmerki. Kunni samt ekki við að spyrja hann frekar út í­ það. ígætis krakkar, en óskaplega er ég samt feginn að sumarfrí­in séu svona skammt undan…

* * *

Dundaði mér við að lesa útklippusafn um rafmagnsmál frá árinu 1975. Það var skemmtilegt.

Jólin 1974 voru nefnilega „stóra frystikistufloppið“. Þannig var mál með vexti að jólin 1973 og á árinu 1974 fóru frystikistur sigurför á í­slenska rafmagnsmarkaðnum. Fyrir jólin ´74 ætluðu menn svo sannarlega að græða og fjöldi innfleytjenda keypti ógrynni af frystikistum til að selja neytendum. Þá reyndist markaðurinn hins vegar mettaður og grósserarnir sátu uppi með óselda lagera.

Á tengslum við þetta mál birti Þjóðviljinn frétt þann 3.jan., sem undirrituð er „gsp“ – (væntanlega Gunnar Steinn Pálsson). Yfirskrift hennar var: Heimilin eru full rafvædd. Samkvæmt henni töldu forsvarsmenn heimilistækjaverslana að búið væri að metta heimilin af rafmagnstækjum og að einu sölumöguleikarnir lægju á sviði venjubundinnar endurnýjunar og sölu nýrra tækja.

Fyrir jólin 1974 seldist langmest af „nýjum tækjum“, s.s. mí­nútugrillum og sjálfvirkum kaffivélum. „Það eru svona tí­skuvörur sem koma upp á hverju ári og ég get sagt þér t.d. að við seldum fyrir jólin um 500 kaffivélar á 5 dögum“ – sagði Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri hjá Heimilistækjum hf.

Sjálfvirkar kaffivélar voru sem sagt jólagjöfin árið 1974…

(Eitthvað segir mér að Sverrir Guðmundsson verði eini maðurinn sem skemmtir sér yfir þessar bloggfærslu.)