Highland Park …er eitt allra

Highland Park

…er eitt allra besta viský sem til er, en hvers vegna í­ ósköpunum verður maður svona slappur af því­ daginn eftir? Fékk mér u.þ.b. einn einfaldan og einn tvöfaldan yfir sjónvarpinu í­ gær á meðan við Palli vorum að púsla saman nokkrum barmmerkjum fyrir pönkarann, en í­ dag lí­ður mér eins og ég hafi verið úti á galeiðunni fram undir dagrenningu. Ljótt, ljótt sagði fuglinn.

* * *

Sá í­ Mogganum að Aðalsteinn Þorvaldsson alias Addi pu, fyrrum bekkjarbróðir minn, Palestí­nufari og höfuðsnillingur hafi sótt um 1/2 brauð við Seltjarnarneskirkju. Það væri glapræði hjá Seltirningum ef þeir gengju fram hjá slí­kum meistara. Aðalstein í­ biskupinn!