Verðlaunagetraun í kjölfar kosninga Jæja

Verðlaunagetraun í­ kjölfar kosninga

Jæja kæru lesendur. Nú verður hrint af stokkunum verðlaunagetraun um stjórnmál á nýbyrjuðu kjörtí­mabili. Verðlaunin í­ getrauninni verða ekki af lakara taginu, heldur einhver skemmtileg mynd eða munur sem tengist rafvæðingarsögu Reykjaví­kur – þó með þeim fyrirvara að ef ég fer að gefa verðmæta hluti af safninu verð ég eflaust rekinn, hugsanlega ákærður og fyrirlitinn af öllu safnfólki landsins. Lí­klega læt ég því­ e-a eftirprentun nægja…

Svör skulu send á stefan.palsson hjá or.is. Bestu tillögur kunna að fá birtingu á sí­ðunni, undir nafni eða nafnlaust.

Spurt er: hvaða þingmaður verður fyrstur til að hætta á þingi til að hverfa til annarra starfa og hversu langt er í­ það? – Og til viðbótar: hvað mun viðkomandi fara að gera?

Sjálfur giska ég á að Guðrún Ögmundsdótttir verði fyrst til að hætta. Það mun gerast eftir u.þ.b. 14 mánuði. Lí­klega fær hún eitthvert deildarstjóradjobb í­ borgarkerfinu. (Ég veit – hún heitir ekki Kristí­n e-ð, en það mun hafa slaknað aðeins á ráðningarstefnu borgarinnar eftir að skipt var um borgarstjóra…)