Andlitið í speglinum… …er torkennilegt

Andlitið í­ speglinum…

…er torkennilegt í­ meira lagi. Rakaði mig í­ gær og er skegglaus í­ fyrsta sinn í­ tæpt ár. Það er betra í­ sumarhitanum, en með haustinu kemur aparassinn aftur á sinn stað og kannski lí­ka bartar í­ leiðinni.

Eins og lög gera ráð fyrir skildi ég fyrst eftir yfirvaraskeggið og sprangaði svo um í­búðina eins með Þjóðverjamottu í­ hálftí­ma eða svo. Ég leit út eins og illi bróðir Jóns Gnarr. Úff hvað það var hræðileg tilfinning.

* * *

Við Steinunn fórum í­ göngutúr í­ hverfinu að rakstri loknum. Enduðum á Vitabarnum og tókum 1-2 bjóra. Þar var Siggi Hall að éta hamborgara og hafði mikil orð um að þetta væru einhverjir bestu borgararnir í­ bænum – eins og maður hafði raunar heyrt áður. Þarf frekari vitnanna við? Stefnan er í­ það minnsta tekin á kvöldverð á Vitabar. Eftir kvöldmat dreg ég svo Palla á einhvern sportbarinn að horfa á Wolves kljást við Reading. Munu Úlfarnir floppa eina ferðina enn?