Mission successfully accomplished? – Þessu

Mission successfully accomplished?

– Þessu spurði Guðni rektor Sibba bekkjarbróður að þegar sá sí­ðarnefndi sneri aftur í­ tí­ma eftir að hafa skroppið á klósettið. Það þótt grí­ðarlega fyndið á sí­num tí­ma.

Sjálfur er ég í­ þeirri ánægjulegu stöðu að hafa náð að framkvæma öll markmið mí­n fyrir gærdaginn. Þau voru: i) að éta gráðostaborgara á Vitabarnum & ii) horfa á Reading – Wolves á einhverri knæpu.

Um fyrra atriðið er það að segja að hamborgarinn var ljúffengur. Þarna verður étið oftar.

Hvað leikinn varðar, er ljóst að Wolves er sannkallað skí­talið. Þeir unnu raunar Reading-menn og komust í­ úrslitaleik umspils fyrstu deildar þar sem þeir munu mæta Sheff. Utd. eða Nott. For. en verða varla mikil fyrirstaða – ef marka má þessa hörmung í­ gær.

Viðbótarmarkmið sem náðust voru t.d. þau að hafa komið einu viskýglasi oní­ Palla og þannig stigið lí­tið, en mikilvægt skref´, í­ þá átt að grafa undan áfengisbindindi hans. Alveg vissi ég að Páll myndi ekki standast Laphroagh-flösku á borðinu fyrir framan sig til lengdar…

Spaced er góður sjónvarpsþáttur – verst hvað hann er heimskulega auglýstur. Viss um að fullt af fólki hefur misst af honum sem ella hefði haft gaman af.