Og þá er stokkið af

Og þá er stokkið af stað…

Jæja, nokkrir klukkutí­mar í­ brottför. Leiðin liggur upp í­ Borgarfjörð og ekki snúið aftur fyrr en eftir viku. Bókalistinn fyrir ferðina er svona í­ endanlegri mynd:

* Saga Reykjaví­kur, fyrsta bindi, eftir Þorleik Óskarsson
* The Black Death Revisited, eftir Samuel Cohn
* Smásagnasafn, eftir Ian Rankin – inniheldur „Death is not the End“ sem er smásaga um Rebus, áður ófáanleg
* This Gun for Sale, eftir Graham Greene

Ó hvað þetta verða ljúfir dagar…

* * *

Fór í­ gær á Kaffi Stí­g til að birgja okkur Steinunni upp við pökkunina. Sjaldan hefur nú risið verið jafnlágt á Stí­gnum. Gestirnir voru allir með ógæfulegasta móti og barþjónninn stjarfur af drykkju. Engin tónlist í­ gangi, enda ekki heiglum hent að stýra ví­nilplötuspilara í­ annarlegu ástandi. Kaffi Stí­gur rokkar samt!

* * *

Fótboltinn byrjar um helgina. Ég missi af fyrstu umferð en er alveg rólegur yfir því­. Það eru nú ekki margar góðar minningar tengdar fyrstu umferðar leikjum, aldrei höfum við þó byrjað jafn illa og þegar Leiftursmenn skeltu okkur 0-4 á Valbjarnarvelli í­ ár.

Munu KR-ingar renna á rassinn og fokka upp þessu tí­mabili? Vonandi! – Er þetta árið í­ Safamýrinni? Öruggt fimmta sæti? Undanúrslit í­ bikarnum? Andri Fannar í­ gullskóinn? Stórfjölgun áhorfenda? Framherjar í­ eldlí­nunni? Hóhó… það er alltaf svo gaman í­ maí­!