Á þessum degi…-blogg Hvað er

Á þessum degi…-blogg

Hvað er til ráða þegar mann langar til að blogga en hefur ekki frá neinu að segja? Tja, ég gæti dúndrað út fótboltabloggi um Fram og Luton – en veit að flestum lesenda minna er í­ nöp við það. Þá er alltaf klassí­skt að grí­pa til: „á þessum degi…-bloggsins“.

* * *

Á þessum degi árið 1871 var Parí­sarkommúnan endanlega brotin á bak aftur. Valdastéttirnar murkuðu lí­fið úr fjölda fólks og þótti harlagott. Á dag ættu allir góðir menn að flagga í­ hálfa stöng.

* * *

Á þessum degi árið 1894 fæddist Dashiel Hammett. Hann var án nokkurs vafa einhver allra besti reyfarahöfundur sögunnar og mikill kommúnisti. Möltufálkinn er stórgóð bók og fí­n bí­ómynd. The Thin Man er þó best. Brenniví­nið fór þó illa með hann og margt af draslinu sem hann gerði fyrir Hollywood var afleitt. Á alltaf ólesið smásagnasafn eftir Hammett heima í­ bókaskáp. Kannski ég gluggi í­ það um næstu helgi?

* * *

Á þessum degi árið 1907 fæddist Rachel Carson. Silent Spring, e. Raddir vorsins þagna, var tí­mamótaverk í­ sögu umhverfisverndarhreyfingarinnar. Vef-Þjóðviljinn hatar Rachel Carson og einkum þá fullyrðingu hennar að DDT sé háskalegt. Einhverju sinni gekk Vef-Þjóðviljinn meira að segja svo langt að halda því­ fram að DDT væri ekki hættulegt nema það væri drukkið eins og djús. Vef-Þjóðviljinn er oft klikk, en hann má eiga það að hann er konsekvent í­ sí­nu rugli. Það er alltaf betra.

* * *

Á þessum degi fyrir sléttum áttatí­u árum fæddist Henry Kissinger. Margir hefðu átt það meira skilið að ná áttræðisaldri en hann.

* * *

Á þessum degi árið 1967 fengu ástralskir frumbyggjar í­ fyrsta sinn ástralskt rí­kisfang. Saga kúgunar á þeim er með hreinum ólí­kindum og óskiljanlegt að ístralir skuli ekki fást til að horfast í­ augu við þessa dökku fortí­ð sí­na.

íhm…