Luton fetar í fótspor Stók!
Helvíts, djöfulsins, andskotans helvíti… Luton er komið í sömu stöðu og Stók þegar kvótagreifarnir keyptu klúbbinn um árið.
Eins og menn muna keypti Íslendingarnir Stók, ráku góðan og vinsælan þjálfara og réðu Guðjón Þórðarson í staðinn. Það fór nú eins og það fór…
Núna eru svipuð tíðindi að eiga sér stað hjá Luton. Milljóner keypti ráðandi hlut í félaginu og byrjaði á að reka Joe Kinnear knattspyrnustjóra og aðstoðarmann hans, Mick Harford (sem er guð í augum stuðningsmanna). Þess í stað ætla þeir væntanlega að ráða Terry Fenwick – gamla Tottenham-leikmanninn.
Stuðningsmennirnir eru gjörsamlega að eipa. Blóði verður úthellt sýnist mér á öllu.
Fokk, einmitt þegar liðið var að komast á réttan kjöl! – Enn ein ástæða til að afnema kapítalismann með öllu!