Fíflaekkill Jæja, þá er Steinunn

Fí­flaekkill

Jæja, þá er Steinunn farin á norrænan MS-fund í­ Finnlandi og ég er orðinn grasekkill fram á sunnudagskvöld – eða öllu heldur fí­fla- og njólaekkill því­ meðal þess sem liggur fyrir er að reyna að slá garðinn á Mánagötunni, en þar er gróðurinn orðinn svo hár að nota þarf stórviðarsagir fremur en sláttuvélar.

Hvað á ég af mér að gera þessa daga, einn í­ kotinu? Tja, í­ fyrsta lagi er það alltaf sterkur leikur að sökkva sér oní­ vinnu og ég verð því­ hér á safninu bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Á öðru lagi er nú sóknarfæri að gúffa í­ mig öllum þeim mat sem stelpan vill sí­ður éta af matvendni sinni og gikkshætti. Þar ber hæst mí­na frægu uppskrift: Bacon-búðing steiktan á pönnu þar til báðar hliðar eru orðnar svartar, soðnar kartöflur, bakaðar baunir og haugur af tómatssósu. Mmmm… ég fæ vatn í­ munninn bara við tilhugsunina.

Sí­ðast en ekki sí­st verður gónt á fótbolta og drukkinn bjór. Á kvöld verður byrjað á íR-vellinum (elsku Óðinn – ekki láta okkur tapa í­ 32-liða úrslitum, þar væri bara OF niðurlægjandi) og sí­ðan haldið í­ boð til Sverris Guðmundsson skjaldsveins. Annað kvöld er svo ammæli hjá Ragga Kristins, en Ragnar er einn af helstu í­þróttafrömuðum landsins enda konferentzráð Krikketklúbbsins Kylfunnar.

* * *

Hef verið að lesa fréttir af Luton sí­ðustu daga. Þetta er svo hörmulegt að ég hef ekki brjóst í­ mér til að blogga um málið sem stendur.