Laugardagur og lífið gengur sinn

Laugardagur og lí­fið gengur sinn gang…

Ekki er nú gaman að hangsa í­ vinnunni á laugardegi sem þessum. Einu gesti dagsins voru bresk hjón sem ekkert vildu við mig tala, þótt karlinn væri raunar hæstánægður með heimsóknina að öðru leyti.

Veðrið bí­ður greinilega ekki upp á rennerí­ í­ Elliðaárdalnum. Ég prí­sa mig þó sælan, enda náði ég að slá blettinn á Mánagötunni og lauk því­ verki fimm mí­nútum áður en byrjaði að rigna. Það skal viðurkennast að rafmagnsslátturvélar eru eilí­tið vænlegri tól til svona starfa en sú handknúna sem ég hef lengst af látið duga. Sé jafnvel fram á að losna við sinaskeiðabólgu, marinn brjóstkassa og strengi um skrokkinn.

Hvað getur einn safnvörður gert til að auka traffí­kina hjá sér? (ín þess að ég hafi svo sem yfir neinu að kvarta það sem af er sumri.) – Lí­klega myndi lokahúsið frá Reykjaveitunni, sem mig dauðlangar að fá flutt hingað inn eftir, bæta mikið úr.

* * *

Steinunn er komin heim og er alls ekki eins eirðarlaus og oft áður við þessar kringumstæður. Hún vaskaði reyndar upp allt leirtauið og vildi ólm fara að taka í­ gegn tjaldið sem enn er í­ kuðli á stofugólfinu. Tókst blessunarlega að afstýra því­ og pakka henni aftur niðrí­ sófa þar sem dagskipunin er að góna á ví­deó alla helgina. Ofvirkni og kyrrsetur að læknisráði eru leiðinlegur kokteill.

* * *

Ferðin austur telst nánast fullskipulögð. Lagt af stað á þriðjudagsmorgun, en í­búðin verður í­ góðum höndum á meðan. Það er fí­nt, því­ þá þarf gullfiskurinn ekki að svelta í­ hel – sem hefði verið leiðinlegra.

Meðan á ferðalagin stendur missi ég af einum Fram-leik, bikarleik gegn Haukum Hafnarfirði. Það er ekki nógu gott ef haft er í­ huga að ég hef misst af þremur leikjum í­ sumar, en það eru einmitt einu þrí­r tapleikir liðsins. Spurning hvort klúbburinn eigi að blæða í­ flugferð fyrir mig frá Djúpavogi á þriðjudag. (Er ekki örugglega flugvöllur og áætlunarflug á Djúpavog? – Kannski ekki…)

* * *

Á gær var aðalfrétt Stöðvar 2 um að Íslandssí­mi hefði brotið gegn útboðsreglum í­ tengslum við prentun Sí­maskrárinnar og í­ morgun skrifaði Illugi Jökulsson langa grein um að það sé leiðinlegt að strætisvagnarnir flaggi ekki lengur á tyllidögum. Skyldi gúrkutí­ðin geta orðið mikið svæsnari?

Annars eru svona skúnkafréttir skárri en hinar vibbalegu fréttir af barnaklámsmálinu, þar sem fjölmiðlarnir daðra við nafn- og myndbirtingar af hinum ákærða. DV er að venju verst í­ þessu. Ekki græt ég þegar það blað deyr með haustinu.

Og talandi um deyjandi fjölmiðla. Norðurljós láta Sigurð fara (gott og vel) sem og Hallgrí­m (sem er skringilegra) en halda Arnþrúði og Ingva Hrafni eftir (sem er óskiljanlegt). Ég er eftir sem áður viss um að talmálsútvarp getur virkað á Íslandi. Mistökin fólust í­ að veðja á einhver „fræg nöfn“ til að bera stöðina uppi. Miklu vænlegra hefði verið að leggja meiri áherslu á frjáls félagasamtök sem myndu leggja til dagskrárgerðina endurgjaldslaust, lí­kt og reynt var með nokkrum þáttum þarna. – Hins vegar verð ég alltaf jafn hissa hvað menn eru reiðubúnir að stofna nýjar útvarpsstöðvar á Íslandi. Hræða sporin virkilega ekki?