Helgarblaðasöknuður Áður en ég hélt

Helgarblaðasöknuður

íður en ég hélt í­ vinnuna í­ hádeginu las ég sunnudagsmoggann frá gamla fólkinu á efri hæðinni. Það tók mig um það bil fimm mí­nútur að renna í­ gegnum blaðið og lesa allt sem ég hafði áhuga á. Á hallæri hefði ég lí­klega náð að treina mér blaðið í­ tuttugu mí­nútur í­ viðbót, en þá hefði það verið gjörsamlega þurrausið.

Helgarblöðin eru lí­klega það sem ég sakna mest frá Skotlandsdvölinni (ásamt pöbbunum og frábæru ale-úrvali). Ég stundaði það oft á sunnudögum, þegar ég nennti hvorki að læra, hanga á netinu eða drullast til að koma mér út úr húsi, að fara í­ næsta blaðsöluturn og kaupa haug af dagblöðum.

Á slí­kum blaðastabba voru yfirleitt 4-5 blöð. Undantekningarlí­tið voru það Independent on Sunday, The Observer, Scotland on Sunday og The Sunday Herald. The Sunday Times fékk oft að fljóta með og jafnvel tilfallandi róttæklingablöð og stöku sinnum eins og eitt æsifréttablað, þó ekki væri nema fyrir fótboltasí­ðurnar. – Svona slatti kostaði kannski 4-500 í­sl. krónur.

Strax fyrir utan söluturninn gat ég hent þriðjungnum af haugnum, s.s. lí­fsstí­ls-blöðunum, atvinnuauglýsingu, sérblöðum um skólamál og lí­feyrissparnað o.s.frv. Af nógu var að taka.

Restina af blöðunum tók ég með í­ eldhúsið/sjónvarpsherbergið á vistinni og gat dundað mér við að lesa í­ gegn um þau á 4-5 klukkutí­mum. Samt las ég bara greinar sem mér þóttu áhugaverðar strax við fyrstu sýn. Aðrar reif ég út og gat notað sem kvöldlesningu eitthvað fram eftir vikunni.

Jújú, vissulega má nálgast megnið af þessu efni ókeypis á netinu, en það er bara ekki það sama. Netið mun aldrei geta keppt við stóran dagblaðastabba sem angar af prentsvertu og ódýrum pappí­r. Að lesa dagblað er meiriháttar félagsleg athöfn. Og illu heilli þá eru Mogginn, Fréttablaðið og DV ekki að komast nálægt jafnvel slöppustu helgarútgáfum bresku blaðanna.

Jamm, ég sakna Edinborgar. Sérstaklega á sunnudögum.