Papparassinn Stefán

Onei, frægasti og besti bloggarinn er sko enginn papparazzi. Raunar er ég ekki einu sinni miðlungs hobbýljósmyndari, þar sem ég tek kannski 2-3 filmur á ári á litla Kodak-kubbinn minn. Svo dæmi sé tekið á ég nálega engar myndir af félögum mí­num frá Skotlandi, ekkert myndaalbúm og þyrfti að leita lengi af almennilegri mynd af Steinunni. Þá sjaldan ég tek myndir tengjast þær helst vinnunni.

Hundskaðist þó til að fara með í­ framköllun myndir úr nálega ársgamalli Færeyjaferðinni. Ljóst er að við þurfum að setjast niður með kort og Turen gí¥r… til að bera kennsl á flestar myndanna. Ekki að þetta séu nein ljósmyndaþrekvirki, en gaman að sjá myndirnar frá Mykjunesi og Saksun, sem er einhver fallegasti staður sem ég hef nokkru sinni heimsótt.

Þá eru þarna skemmtilegar myndir af snotrum timburhúsum með torfþökum, sem best hefðu sómað sér á írbæjarsafni,… með gervihnattadisk á mæninum. Færeyjar eru flottastar!

* * *

Curacao í­ Hollensku Antilleseyjum í­hugar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með röksemdafærslu Baldurs Þórhallssonar og félaga mun þessi 190 þús. manna eyja verða allsráðandi í­ ESB á því­ afmarkaða sviði þar sem hagsmunir hennar eru mestir. Það þýðir væntanlega að Curacao-menn verða lí­kjöra-kommissarar Evrópu og geta sví­nbeygt alla hina. – Á sama hátt mun Curacao lí­ka stela af okkur stöðu hins leiðandi lands í­ „smárí­kjarannsóknum“.

Kostulegt hvað Íslendingar lí­ta alltaf niður á öll samfélög sem eru agnarlí­tið fámennari en við sjálf. Það er eins og að rétt um 270 þúsund manna markið liggi einhver skil milli þess hvaða lönd séu „alvöru“ og hver ekki…

* * *

Ennþá er allt í­ steik hjá Luton. Mér er alveg hætt að lí­tast á þetta. Hearts og Hibernian í­huga að reisa sameiginlegan völl í­ Edinborg. Heldur finnst mér hann þó ætla að verða minni en upphaflega var rætt um.

Það er augljóslega allt í­ óefni í­ fótboltamálunum…