Ég hef verið að hugsa þetta heilmikið frá því í gær – hver geti orðið næsti forseti og eftir því sem ég velti málinu lengur fyrir mér þeim mun augljósari finnst mér niðurstaðan vera. Til hvers höfum við forseta? Er það til innanlandsnota? Nei – að sjálfsögðu ekki. Megintilgangurinn er landkynning, að vekja athygli á …
Monthly Archives: júlí 2003
Ófrumlega þjóð
Fékk eintak af Skýjum sent á safnið (en þar er einmitt grein um hvað Minjasafnið sé æðislegt – auglýsingasamningur við Orkuveituna? Sussunei, hvernig dettur ykkur það í hug?) Ein aðalgreinin í blaðinu er unnin upp úr skoðanakönnun blaðsins um það hvern fólk vildi sjá sem forseta ef ÓRG tilkynnir í haust að hann muni ekki …
Stjörnuspár Tímans
Stjörnuspár Tímans og síðar Dags-Tímans voru einhver fyndnasta lesning íslenskra dagblaða á sínum tíma. Af hverju fer sá þunglyndi ekki á fund ritstjóra Fréttablaðsins og heimtar að fá að skrifa stjörnuspá á hverjum degi? Þá væri kannski von til þess að ég yrði lengur en 25 sekúndur að lesa blaðið á degi hverjum og fylltist …
Hvað ber að gera?
Jæja, frúin stokkin úr bænum ásamt tengdamóður minni, mágkonu og mági. (Las það í vef-Mogganum að Guðmundur og félagar í HK hafi verið að rúlla upp fótboltamóti í Danmörku. Ekki var systir hans að segja mér neitt frá þessu, enda kærir hún sig kollótta um knattspyrnuferil bróðursins.) Leið þeirra liggur austur á Norðfjörð. Neistaflug verður …
Fótboltablogg
Einhverra hluta vegna finnst mér keppnistímabilið í Englandi byrja fyrr og fyrr með hverju árinu sem líður. Ein af skýringunum er líklega netið. íður en fótboltatengdu heimasíðunum fjölgaði svona gríðarlega, þá var eins og mótið byrjaði þegjandi og hljóðalaust – og enginn væri almennilega kominn í gírinn. Núna getur maður á hverjum degi lesið fjölda …
Bloggbyltingin sem ekki varð…
Er fyrsta „bloggbyltingin“ farin út um þúfur? Datt niður í að lesa írönsk blogg – raunar einkum síður fólks af írönsku bergi brotið en sem býr í öðrum löndum. Þar ber fyrst að nefna Hajir sem gagnrýnir harðlega klerkastjórnina. Meðal annars fyrir illa meðferð á kúrdum og súnnítum. Hann linkar meðal annars á „íranskt stelpublogg„, …
Fólkið á svölunum
Annasamri helgi er lokið. Þrátt fyrir öflugt dreifingarátak á Fram-Vest blaðinu, töpuðu mínir menn gegn KR. Undirtektirnar voru hins vegar frábærar. Framarar, stuðningsmenn annarra liða og meira að segja allnokkrir KR-ingar hafa lýst sérstakri ánægju sinni. Stöku KR-ingur brást við af geðvonsku og pirringi – berin eru súr… Háspunkturinn var brúðkaupið á laugardaginn hjá Jóhönnu …
Boyzone Bagdad?
Veruleikinn er geggjaðri en nokkur skáldskapur, um það verður ekki deilt. Eftirlætisbloggarinn minn, Neal Pollack er meistari í að spinna upp absúrd-samtöl þar sem hann tjáir sig um helstu atburði úr heimsfréttunum, auk þess að lýsa fjálglega ástarævintýrum sínum og kynnum af frægu fólki. Hann segist vera áhrifamesti og framsæknasti rithöfundur bandarískra nútímabókmennta. Einhverra hluta …
Vinsælastur í Vesturbæ!
Jæja, þá er búið að setja nýjasta blaðið á netið sem pdf-skrá. Þetta er hið kjarnyrta og beinskeytta blað Fram-Vest sem gefið er út af ítthagafélagi Framara í Vesturbæ og dreift í hús, Frömurum í Vesturbæ til ánægju en öðrum til upplýsingar. Lesið blaðið hér.
Stjörnur í minningargreinum
Herra Rhamsez veltir fyrir sér táknum með dánartilkynningum í Mogganum. Hann segir: Ég var að fletta í gegnum moggann í gær og rakst þar á tákn sem ég hef ekki séð áður. Vinnufélagi minn benti mér á stjörnu við eina minningargreinina sem hvorugur okkar vissi hvað stæði fyrir. Við minningargreinar kristinna manna er nefnilega venjulega …