Biðskýlablús

Þegar ég var smjápjakkur og mætti reglulega á handboltaleiki Fram í­ Laugardalshöllinni og vorleiki í­ Reykjaví­kurmótinu á gerfigrasinu, tók ég iðulega Fimmuna vestan úr bæ og fór út við ísmundarsafn. (Eða var það kannski Fjarkinn sem stoppaði þar? – Æi, nenni ekki að tékka mig af með það.)

Biðskýlið við safnið var (og er) frábrugðið öllum öðrum skýlum, því­ það er eins og kúla í­ laginu. Það var gaman að reyna að klöngrast upp á það – en erfitt í­ bleytu.

Ég tengdi alltaf skýlið við safnið, enda minnir það mjög á verk ísmunds. Ég hugsaði með mér: „sniðugt að fá listamanninn til að hanna strætóskýli fyrir framan húsið sitt!“

Mikil var því­ undrun mí­n þegar ég fór til Danmerkur 14 ára gamall og sá strætóskýlin hans ísmundar á hverju götuhorni. Fór mig þá að gruna að fiskur lægi undir steini.

Þessar vangaveltur rifjuðust upp fyrir mér þegar ég leit aðeins á hina fúlu dönsku mynd Mí­mí­ og maddömurnar (eða eitthvað svoleiðis) í­ gær. Hún var fúl eins og flestar aðrar danskar myndir, en á nokkrum stöðum í­ henni mátti einmitt sjá kúlu-strætóskýlin.

Gaman væri ef einhver þeirra þúsunda sem les þetta blogg gæti upplýst um sögu þessara strætóskýla, jafnt í­ Danmörku, hér á landi eða annars staðar í­ heiminum. Póstur sendist á stefan.palsson@or.is

Jamm