Kárahnjúkar, safnaráp og trillusigling

Besti og frægasti bloggarinn er snúinn aftur til höfuðborgarinnar eftir frábæra ferð um Austurland. Þar var gist eina nótt á Djúpavogi, tvær á Norðfirði og tvær í­ Fellabæ. Farið var akandi á Opel foreldranna, sem raunar voru með í­ för.

Fullt af söfnum heimsótt á leiðinni. Lí­klega verður fjallað betur um þær ferðir á Múrnum við tækifæri.

Hápunktar ferðarinnar að öðru leyti voru tveir. Annars vegar sigling á trillu tengdapabba í­ Mjófjörð, Viðfjörð og Hellisfjörð. Engir draugar fundust í­ Viðfirði og lí­tið fer í­ dag fyrir minjum eftir hvalstöðina í­ Hellisfirði, þar sem norskir hvalafangarar kepptust við að þurrka upp hvalastofnana við landið í­ upphafi tuttugustu aldar. Á Mjóafirði er hins vegar glæsileg laxeldisstöð, sem rekin er af sönnum myndarbrag. Ég get alveg játað það á mig að ég hélt í­ fyrstu að þetta Mjóafjarðarævintýri væri óraunhæft, en hver veit nema þetta eigi eftir að gefa vel af sér. Ekki vantar í­ það minnsta stórhuginn.

Laugardagurinn fór í­ dagsferð upp að Kárahnjúkum og nágrenni. Þetta var hópferð á vegum ferðaskrifstofu á svæðinu, en vorum u.þ.b. tí­u í­ hópnum. Fararstjórinn var ekki alveg búinn að slí­past nægilega og lí­klega hefðu allir notið ferðarinnar betur ef hún hefði látið nægja að tala á í­slensku í­ mí­krafóninn en rabba við bresku konurnar tvær úr sæti sí­nu. Hefðum við hin þá ekki þurft að hlýða á pí­nlega fyrirlestra á bjagaðri ensku um hluti sem ómöguylega gátu vakið áhuga útlendinga.

Hvað skal segja um stí­flustæðið að Kárahnjúkum? Þó ég hafi séð Ómar Ragnarsson hundrað sinnum reyna að lýsa stærðinni á mannvirkjunum, þá getur maður ekki skilið það nema standa þarna sjálfur. Hví­lí­kt mannvirki!

Nú er ég gæddur þeirri ónáttúru að hrí­fast af stórbrotnum mannvirkjum, einkum þeim sem kalla á notkun kraftmikilla véla. Jarðgöng, snjóflóðavarnagarðar, hafnarmannvirki – bara að nefna það, ég er alltaf svag fyrir slí­ku. Fyrir vikið var mí­n upplifun öðruví­si en annarra fjölskyldumeðlima. Á meðan þau hugsuðu: „mennirnir eru brjálaðir“ – hugsaði ég: „vá, kúl!“

Eftir að hafa séð framkvæmdirnar á byrjunarstigi er alveg ljóst að ég verð að fara upp eftir aftur áður en þeim lýkur og svo þegar allt verður um garð gengið. Vonandi reynist þessi framkvæmd heilladrjúg og arðbær, þannig að svæðinu þarna hafi ekki verið fórnað til einskis. Jafnframt vonar maður að verstu spár um slæmar hliðarverkanir reynist ekki réttar. Þannig á maður alveg eftir að sjá hvað gerist með Lagarfljótið, t.d. hvort veðurfarið á svæðinu eigi eftir að breytast með auknu streymi og kaldara vatni í­ fljótinu. Þá hljóta menn að hafa áhyggjur af fokinu. – Á sama hátt væri óskandi að fólk á Héraði þyrði að ræða um þessi mál opinskátt. Að brydda upp á umræðuefninu Kárahnjúkavirkjun við Héraðsbúa kallar á sömu viðbrögð og ef maður færi að ræða um einhvern sem svipt hefði sig lí­fi eða eitthvað álí­ka mikið tabú.

En sem áður sagði, frábær ferð. Fjórar stjörnur.

* * *

Leikurinn í­ gær? – Tja, þrjú stigin voru grí­ðarlega dýrmæt til að opna fallbaráttuna upp á nýtt. Nú þurfa Framararnir bara að fylgja þessu á eftir með sigri á miðvikudaginn og komast um miðja deild.

Sanngjarnt? – Tja, kannski ekki í­ samræmi við gang leiksins, en við áttum góðan leik í­ hálftí­ma. Fyrsta og sí­ðasta kortérið. Það taldi þegar upp var staðið.

Ví­tið? – Hmmm… ókey, ekki mikil snerting í­ bortinu en á hitt ber að lí­ta að Þorbjörn Atli var felldur í­ ví­tateignum nokkurm mí­nútum sí­ðar og ekkert dæmt. Þetta jafnast því­ út.

Kátur? – You bet!