Endurnýjuð kynni

Á dag skráði ég mig aftur á póstlista H-net (safn sagnfræðitengdra tölvupóstlista) fyrir áhugamenn um sögu ví­sinda, tækni og læknisfræði. Megnið af því­ sem þar birtist er óttalegt rusl, en þar má finna skemmtilegar pælingar inn á milli.

T.a.m. rak ég augun í­ gamla spurningu sem einn á listanum varpaði fram varðandi uppruna sögunnar um apana og ritvélarnar. En samkvæmt henni munu x margir apar, sem fá í­ hendur x margar ritvélar og hamra á þær í­ y langan tí­ma – að lokum búa til z. Z getur verið hvað sem er – þess vegna heildarsafn ritverka Shakespears – en það útheimtir reyndar að x, y eða hvort tveggja sé helví­ti há tala. (Strangt til tekið þarf apinn ekki að vera nema einn ef hann fær endalausan tí­ma.)

Flestir rekja lýsinguna á öpunum með ritvélarnar til Borges, en hann eignar Aldous Huxley hana. Upprunalega pælingin er samt miklu eldri eins og Borges bendir á og ví­sar í­ Cicero sem skrifaði um gagnrýni Stóuspekingsins Balbusar á kenningar frumeindasinna. Balbus taldi fráleitt að í­mynda sér að sigurverkið heimurinn væri samansettur úr óendanlega mörgum smáögnum og lí­kti því­ við það ef óendanlega mörgum völum með stöfum úr stafrófinu væri varpað upp í­ loftið – hversu lí­klegt væri þá að þau féllu aftur til jarðar og mynduðu verð Enní­usar?

Annars hafa nördar úr stétt ví­sindamanna ákveðið að sannreyna þetta með apana, eins og lesa má um hér.