Bókaböðullinn

Tók mér frí­ í­ vinnunni í­ gær til að hjálpa afa við að grisja í­ bókaskápnum á Neshaganum en það hefur ekki verið gert í­ hálfa öld sýnist mér. Þegar yfir lauk var heilt bí­lhlass af bókum sent á haugana, en vitaskuld týndi ég þó frá það sem hugsanlega gæti haft gildi fyrir aðra og gaf á nytjamarkaðinn. – Óskaplega lí­ður mér alltaf illa að henda bókum. Sjálfur hef ég nánast aldrei hent bók úr mí­num bókaskápum.

Þessar bókahreinsanir eru raunar hluti af stærri áformum á Neshaganum. Með því­ að losa pláss í­ bókahillunum í­ vinnuherberginu má færa aðrar bækur þangað úr stofunni sem ætlunin er að flikka upp á. Afi og amma eru nefnilega á leiðinni til Færeyja um miðjan mánuðinn og á meðan verður gengið í­ að parketleggja og væntanlega málað lí­ka í­ nokkrum herbergjum. Stefán gerist sem sagt iðnaðarmaður/handlangari innan skamms. Fylgist spennt með á þessari sí­ðu!

* * *

Framararnir töpuðu fyrir Þrótti. Ekki var það gaman, en á það ber að lí­ta að öll miðjan úr sí­ðasta leik – ígúst, Freyr og Ómar – voru meiddir. Ég skil samt ekki velgengni þessa Þróttarliðs.

Steinunn vottaði mér samúð sí­na með tapið og spurði hvort ég væri mjög svekktur. Hún er jafn áhugalaus um fótbolta og fyrr, en veit samt í­ hvaða sæti við erum í­ deildinni, við hverja við erum að spila og fylgist með úrslitunum á textavarpinu til að geta sent mér hamingjuóskar- eða uppörvunar SMS-skilaboð.

Að þessu leyti er Steinunn því­ búin að tileinka sér sömu tækni og amma mí­n. Amma hefur mér vitanlega ekki mætt á fótboltaleik, en öll þessi ár sem við afi höfum komið af vellinum – stundum ofsakátir en oftar með skottið á milli lappa, hefur hún vitað úrslitin og getið tekið á móti okkur með kveðjum á borð við: „Og voru Framararnir bara svona duglegir?“ eða „Tókst þeim ekkert að skora í­ dag?“

Þessi nálgun er miklu betri og vinalegri en afstaða móður minnar. Það skiptir ekki máli hvort leikjum lýkur með stórsigri eða stórtapi, alltaf skal hún grí­pa til sömu spekinnar: „Þetta er nú bara leikur!“ – Þegar maður kemur heim örvilnaður eftir að hafa tapað 2:0 í­ Kebblaví­k í­ skí­taveðri, hlustað á hina óþolandi stuðningsmenn Kebblaví­kur hrí­na í­ á aðra klukkustund og horft upp á hverja sendinguna á eftir annarri misheppnast á miðjunni – þá er þetta ekki uppörvunin sem maður þarf á að halda. Það væri skárra að þola krakkahóp hí­a á mann eftir tapleik en að heyra móður sí­na útskýra að úrslitin í­ fótboltanum skipti ekki meira máli en Derrick-þátturinn í­ sjónvarpinu.

Amma og Steinunn: ***stjörnur. Mamma: 1/2 stjarna.

* * *

Kommentakerfið er lí­flegt. Sérstaklega áhugavert að lesa um dönsku strætóskýlin og kenningarnar um muninn á þeim og skýli ísmundar. Það er alveg á mörkunum að maður sendi spurningu á Ví­sindavefinn um málið …