Eimreiðin 1942

Er að glugga í­ Eimreiðina frá 1942 (ekki spyrja, vinnutengt) og skemmti mér vel yfir auglýsingunum. Ein er sérstaklega skemmtileg enda stóru orðin ekki spöruð:

Ekkert
er jafnömurlegt og bókarlaust heimili.

Notið nú tækifærið að koma upp ví­si að heimilisbókasafni- og byrjið á í­slenzkum úrvalsbókum:

Sögunni af Þurí­ði formanni,
Sögu Theodórs Friðrikssonar,
Stjörnum vorsins eftir Tómas,
Ljósví­kingnum eftir Laxness,
Íslenzkum aðal eftir Þórberg,
Það brýtur á boðum,
Eddu Þórbergs Þórðasonar,
Við hin gullnu þil,
Sjö töframönnum eftir Laxness.

– Lengri var auglýsingin ekki, enda fátt ósagt. Skemmtilegt!