Fyrirlesararaunir

írmann er með góða greiningu á mismunandi fyrirlesurum og raunum þeirra sem fyltja erindi á ráðstefnum.

Inn á listann vantar samt muninn á annars vegar þeim sem ætla að vinna salinn og hins vegar þeim sem ætla að vinna ráðstefnuritið.

Hversu oft hefur maður ekki lent í­ að sjá fyrirlesara (yfirleitt Bandarí­kjamenn) rúla í­ ræðustólnum, reyta af sér brandara, varpa upp skondnum glærum og almennt taka salinn með trompi? Maður situr eftir og hugsar – „vá! Djöfull er þessi flott(ur)!“

Oftar en ekki kemur beint á eftir snjalla Amerí­kananum sænsk eða frönsk kona sem rekur ekki nefið upp úr blaðinu sem hún les frá orði til orðs á bjagaðri ensku. Ekki vottur af gamansemi í­ erindinu og allir í­ salnum sofnaðir eftir kortér. Og maður hugsar – „hvers vegna gerir þessi fyrirlesari sér þetta? Hvers vegna að gera okkur hinum þetta?“

– Þar til ráðstefnuritið kemur út. Þá er búið að fjarlægja alla spontant-brandara góða fyrirlesarans, enda hefðu þeir aldrei virkað á prenti. Lí­flegur flutningurinn skilar sér ekki á bók og fyrir vikið verður fyrirlesturinn barnalegur, þunnur og slappur. Við lesturinn á þeirri sænsku eða frönsku kemur hins vegar í­ ljós að þar er teorí­an í­ fí­nu lagi, rökstuðningurinn flottur og hellingur af dæmum nefndur í­ neðanmálsgreininni. Ósjálfræatt spyr maður sig hvort maður hafi virkilega verið svona slappur að taka ekki eftir því­ á ráðstefnunni hversu vel viðkomandi stóð sig.

Spurningin er svo bara, hvort er betra að vinna salinn eða ritið?