Miðaldra?

Tvær virðulegar bloggfrúr eru (og það nokkuð réttilega) súrar yfir að hafa ekki fengið næga umfjöllun í­ blogg-þemahefti Veru sem kom út í­ vikunni. Á kjölfarið hafa þær velt því­ fyrir sér hvort ekki sé rétt að skilgreina 35 og 37 ára konur sem miðaldra? Virðast þær fremur hallast að því­.

Hugtakið miðaldra er vandmeðfarið. Sjálfur notaði ég lengi 26 ára afmælisdaginn sem viðmiðun, enda eru öll afmæli umfram 25 hreinn óþarfi og almennt til ama.

Önnur og betri túlkun á því­ hvað sé að vera miðaldra er þegar maður hættir að nenna að tileinka sér nýjar hljómsveitir og tónlistarmenn að hlusta á heldur lætur nægja að spila sömu gömlu diskana aftur og aftur. Samkvæmt þeirri skilgreiningu varð ég miðaldra á bilinu 23-24 ára.

Þar sem ég er orðinn sáttur við að vera kominn á þennan stað í­ lí­finu finn ég mig ekki knúinn til að vera umræðufær um það hvort The Dandy Warhols eða hvað-þetta-nú-heitir-allt-saman séu betri eða verri en eitthvað annað. Mér lí­ður vel í­ mí­nu gamla og góða geisladiskasafni.

Þess vegna verður mér ekki hnikað með það að The Smiths sé besta hljómsveit í­ heimi og að Paint a Vulgar Picture sé besta lag allra tí­ma (ásamt God með Public Image ltd.)

Grí­pum niður í­ textann:

I walked a pace behind you at the soundcheck
You’re just the same as I am
What makes most people feel happy
Leads us headlong into harm

Hmmm… þetta er nú fremur niðurdrepandi, en það er jú það sem Smiths-textarnir ganga út á. Hver man ekki eftir:

In my life
Oh why do I smile?
– at people who IÂ’d much rather
kick in the eye?

Hér má lesa hörkufí­na ástarjátningu til Smiths!