Mánagata 24 hefur eignast nýtt listaverk. Það er á innanverðri baðherbergishurðinni. Mynd þessi er þó ekki fyrir viðkvæma.
Hver veit nema að sami listamaður fái að hanna fleiri listaverk fyrir íbúðina – ekki fær hann að setja þetta upp heima hjá sér.
* * *
Kvikmyndin Gas.s.s.s (eða eitthvað svoleiðis) var einhver sú mesta steypa sem ég hef séð. Plottið í henni gengur út á að Bandaríkjaher hleypi banvænum gufum út um jörðina sem drepa alla yfir 25 ára. Eftir eru hópað ruðningsmanna og hippar sem takast á um völdin. 2-3 góðir brandarar, en á mörkunum að þeir réttlæti að berja sig í gegnum heila mynd.
* * *
Á borðinu í stofunni eru ennþá allmörg barmmerki sem ég útbjó fyrir hljómsveitina Innvortis að þeirra ósk. Þeim er velkomið að sækja þau til mín hvenær sem er.