Meinleg villa í orðabókinni…

Eins og flestir lesendur þessarar sí­ðu ættu að vita er besti og frægasti bloggari landsins mikill hobbýmálfræðingur og er sí­fellt reiðubúinn að rí­fast við orðabókina.

Sem ég var að raka mig í­ gær, með sköfunni minni sem ég fékk senda frá einhverjum heildsalanum fyrir tí­u árum sí­ðan og nota enn, (ótrúlegt hvað margir kalla rak-sköfur „rakvélar“ þótt enginn sé í­ þeim vélbúnaðurinn, fór ég að hugsa út í­ þetta fáránlega orð rakstur.

Orð þetta er augljóslega fengið úr landbúnaðarmáli, þar sem bændur og búalið „raka“ saman heyinu. Á sama hátt er ljóst að sá eða sú sem bjó til þessa myndlí­kingu veit jafnvel minna um landbúnaðarstörf en írmann Jakobsson (sem hreykir sér af því­ að þekkja ekki muninn á gegningum og sauðburði).

Við rakstur á túnum er nefnilega bara verið að raka saman því­ sem áður hefur verið slegið. Grasið er ekki rifið upp úr jörðinni með hrí­fuhausunum, enda væri slí­kt óvinnandi vegur.

Af þessu má sjá hversu fáránlegt er að tala um rakstur, þegar hárbeittri egg er rennt eftir andlitinu og hár sneidd niður við rót. Þess í­ stað væri eðlilegt að tala um „slátt“. Dæmi: Ósköp er að sjá þig svona loðinn um kjammana. Farðu nú inn á baðherbergi og sláðu á þér andlitið með sláttuspaðanum! (Sláttuspaði = rak-skafa).

Þessar lagfæringar á tungumálinu hefðu vitaskuld frekari breytingar í­ för með sér. Rakarar myndu t.d. eftirleiðis heita sláttumenn eða jafnvel sláttutæknar ef konur í­ stéttinni hefðu athugasemdir við „manns“-endinguna. Þá myndu heimspekingar spyrja: „Hver slær sláttumanninn“ og sigurvegarinn í­ keppni hárgreiðslufólks gæti fengið viðurnefnið „sláttumaðurinn slyngi“.

Spurning hver leggi í­ að benda Merði írnasyni og félögum í­ Orðabókinni á þessar lagfæringar?