Ekki varð okkur á Minjasafninu að þeirri ósk okkar að gamla seiðastöðin í írtúnsbrekkunni yrði rifin í dag. Húsið, sem er að hruni komið átti að rífast og á föstudaginn var verktakinn sem tók að sér niðurrifið kominn með gröfu á svæðið.
Á morgun hugðist hann svo taka til óspilltra málanna með kúbein og sleggju að vopni. Kom þá vinnueftirlitið aðvífandi og stöðvaði framkvæmdir. ístæðan? Jú, eins og klárlega kom fram í útboðslýsingu var allt morandi í asbesti í húsinu og því má ekki farga eða meðhöndla á nokkurn hátt nema að uppfylltum ströngum varúðarráðstöfunum.
Klúður verktakans fólst í því að byrja á mánudagmorgni. Ef hann hefði haft vit á að byrja á föstudegi klukkan fjögur og hamast við alla helgina hefði hann getað komið að fjöllum þegar foxillur starfsmaður vinnueftirlitsins hefði mætt á svæðið allt of seint. „Haag? Asbest, úbbs – ekkert tók ég eftir því!“ Þess í stað verður hann að klára djobbiðö með bullandi tapi. Óheppni!
En það eru ekki bara slæmar fregnir úr Elliðaárdalnum. Á hádeginu kom Landsvirkjun með stórvirkar vinnuvélar og fjarlægði flennistóran spenni sem stóð við gafl Toppstöðvarinnar. Svo virðist sem takast muni hægt og bítandi að rífa húsið niður. (7, 9, 13…)