Ohhh…

Eins og það er gaman að stela sigrum á lokamí­nútum leikja, þá er jafn ömurlegt að tapa á þann hátt. Ég er æfur. Get samt ekki komist hjá því­ að kenna undarlegum skiptingum um hluta af þessu tapi. Hvers vegna – úr því­ að hálft Framliðið var gjörsamlega sprungið – var beðið með sí­ðustu skiptinguna þar til fram yfir venjulegan leiktí­ma? Og hvers vegna að setja Kristinn Tómasson inn þegar Þorbjörn Atli varð að fara út af? Af hverju ekki einhvern sem gat hlaupið. – Fúlt!

* * *

Það er smá huggun í­ þessum táradal að lesa bloggfærslu kollega Sverris, um hina glæsilegu nýju mynd sem hengd hefur verið upp á safninu. Þetta er einmitt flottasta mynd sem hengd hefur verið upp í­ safni á Norðurlöndum.

* * *

Á sí­ðustu verslunarferð heimilisins að Mánagötu 24 var ákveðið að sví­kja 10-11 við Barónsstí­g en versla þess í­ stað við Hagkaup, Seltjarnarnesi. Illmennin í­ Hagkaup ákváðu að bregðast þessu trausti með því­ að selja okkur, hrekklausu fólkinu, útrunnið kjötálegg.

Þar sem styttist í­ hin raunverulegu mánaðarmót með nýju Visa-tí­mabili og til að láta helví­tin ekki fara með sigur af hólmi, hef ég látið mig hafa það að éta útrunna spægipylsuna í­ nokkra daga. Ef ég dey úr meltingarfærasjúkdómi þá vita lesendur hvaða súpermarkaði er um að kenna.

* * *

Þegar ég verð aftur rí­kur á föstudaginn, með hjálps herra Visa, mun ég kaupa mér mat og bjór. Það verða dýrðardagar.