Yfirtaka – ekki greiðslustöðvun

DV segir í­ dag frá því­ að liðið mitt, Luton Town, sé komið í­ greiðslustöðvun. Fréttin er svona í­ heild sinni:

Luton í­ greiðslustöðvun
Það er engin launung að fjárhagur félaga á Bretlandseyjum er slæmur og nú hefur 2. deildar félag Luton verið heimiluð greiðslustöðvun. Þessi vandræði félaganna má rekja til hruns á leikmannamarkaðinum að undanförnu og gjaldþrot ITV digital sjónvarpsstöðvarinnar á sí­ðasta ári. Forsvarsmenn félagsins segja þó þessar fréttir gæfuspor og fyrsta skrefið til að leysa úr vandamálum félagsins.

Þessi frétt er ekki nema að hluta til rétt. Vissulega hafa gjaldþrot ITV og lækkað verð á leikmönnum leikið mörg félög í­ Englandi grátt, en það er raunar ekki ástæðan fyrir þessari stöðu Luton, sem stendur bærilega miðað við mörg félög.

ístæðan fyrir vandræðum Luton er því­ ekki fyrst og fremst skuldir, heldur sú staðreynd að félagið lenti í­ höndum vafasamra manna sem virðast hafa ætlað að hafa það að féþúfu. Lánadrottnar eru því­ fyrst og fremst að koma félaginu úr þeirra höndum, ekki að knýja það í­ gjaldþrot.

Það er nefnilega rangt að segja að Luton sé í­ greiðslustöðvun. Þess í­ stað hafa eigendur stærstu skulda félagsins nýtt sér heimild samkvæmt breskum lögum til að leysa til sí­n yfirráðin og takast þannig á hendur skuldbindingar þess gagnvart öðrum aðilum. Greiðslustöðvun er allt annað fyrirbæri, sem Íslendingar þekkja miklu betur.

Á meðan sá armi þræll John Gurney stýrði Luton, höfðu samtök stuðningsmanna hvatt sitt fólk til að kaupa ekki ársmiða og versla ekki minjagripi í­ verslun félagsins. Nú, eftir að Gurney hefur verið settur á hliðarlí­nuna, hafa þessi sömu samtök hvatt alla stuðningsmenn til að eyða sem mestu og kaupa sér strax í­ dag miða á leiki.

Sjálfur er ég að spá í­ að kaupa mér treyju á næstu dögum og svara þannig kallinu. „Framtí­ðin er björt – og svo sannarlega appelsí­nugul!“ (Frekar klunnaleg þýðing á slagorði Luton-klúbbsins.)