…ætlar menn og dýr lifandi að drepa í dag. Ekki gaman að vinna skrifstofuvinnu á svona degi.
Fór í hádeginu í dúka- og tuskubúðina „Virka“ í Mörkinni. Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru víst ekki vísitölukúnnarnir í þeirri verslun og augljóst að afgreiðslukonan ætlaði aldrei að selja okkur neitt. Benti okkur á efnisstranga sem kostuðu milljón á fermetra eða því sem næst. Þökkuðum pent fyrir okkur og fórum í Teppaland-Litaver þar sem við fengum þessar fínu límrúllur sem eru prýðisgott undirlag á borðin í sýningarsalnum.
Teppaland rúlar en Virka var ekki virka.
Úff, vondur djókur – en þessi varð einfaldlega að koma!