Sunnudagsþreyta og glímuskjálfti

Úff, þetta er búin að vera erfið helgi.

Málningarvinna í­ í­búð afa og ömmu tók á, sem og miklar vökur aðfararnótt laugardagsins þar sem við Steinunn fylgdumst með miðnæturkrikketi. Laugardagskvöldið var svo haldið í­ móttöku í­ breska sendiráðinu fyrir krikketfólk og í­ kjölfarið haldið á Nasa. Var það fyrsta og sí­ðasta heimsókn besta og frægasta bloggarans á þann stað.

Þetta brölt kom mér í­ koll í­ dag, þar sem þynnka og ofsaþreyta hélt mér rúmföstum fram eftir degi. Er rétt farinn að braggast þegar þetta er ritað og taugarnar eru þandar fyrir bikarslaginn gegn KR. Ó hvað það væri gaman að slá KR-inga út úr bikarnum annað árið í­ röð…

* * *

Rétt í­ þessu var útvarpið að segja frá því­ að Idi Amin liggi í­ dauðadái og sé vart hugað lí­f. Ég treysti því­ að ígúst Flygenring muni skrifa langhund um hann á bloggið sitt og að Sverrir Jakobsson reki lí­fshlaup þessa sérstæða stjórnmálamanns á Múrnum.

Á stúdentagörðunum í­ Edinborg deildi ég eldhúsi með Michael frá Úganda. Hann var af áhrifafólki komin og marghvatti mig til að heimsækja sig til Úganda. Þar myndi hann fara með mig í­ Safarí­-ferð og kynna fyrir magnaðri náttúru Afrí­ku. Jafnframt lagði hann mikla áherslu á að ég yrði að vera einhleypur fyrir ferðalagið – enda myndu Evrópubúar vaða í­ stelpum þarna úti og helst var á honum að skilja að ég myndi fá að giftast 4-5 úr þeirri hjörð kvenna sem hann hefði úr að ráða.

Besti vinur Michaels var um fertugt og lí­ka í­ einhvers konar MBA-námi. Hann fór oft á barinn með okkur og var fí­nn náungi. Þegar talið barst að Idi Amin sagði hann alltaf: „Idi Amin was a very complicated man, yes. He was not all bad. He did many good things, yes. Michael is to young to remember. He does not understand, yes.“

Hvað mig varðar vil ég bara vitna í­ lag hljómsveitarinnar Randvers um Idi Amin. Það var eitthvað á þessa leið:

Hæ, Idi Amin!
Æ varstu laminn –
með beini úr trúboðasál!

Akfeitur ástu –
allt sem að sástu!
Með mannakjöti éturðu kál.

Segir þetta ekki í­ raun allt sem segja þarf um málið? – Það held ég.