Ný vegtylla!

Hah! Segið svo að besti og frægasti bloggarinn sé ekki mikilvægur maður á sí­num vinnustað! Rétt í­ þessu var ég að fá nýtt verkefni og meðfylgjandi titil. Ég er sem sagt orðinn: ábyrgðarmaður förgunaraðfanga!

Á því­ felst að fjórum sinnum á ári á ég að fá skýrslu frá gámafyrirtæki um þyngd sorps frá Minjasafninu, Elliðaárstöð og garðyrkjudeild Orkuveitunnar og setja hana í­ þar til gerða möppu.

Mamma og Steinunn verða svo stoltar af mér…