Hollu húsráðin bregðast

Jæja, ekki ætlar kattarfjandinn að hætta að þröngva sér inn í­ í­búðina. Á nótt, þegar Steinunn brá sér á klósettið, var kvikindið búið að bjóða sér inn í­ stofu. Þetta gerðist þrátt fyrir að búið væri að sprauta ilmvatni við gluggann eins og Viðar hafði lagt til.

Kattarkvikindið virðist þola ilmvatnslyktina, þannig að næst verður reynt að nota pipar. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Blaðberi Fréttablaðsins er hættur að láta sjá sig (eflaust vegna ilmvatnsins) þannig að sorphaugur heimilisins fer minnkandi.

* * *

Ég stend frammi fyrir áleitinni siðferðislegri spurningu sem tengist vinnunni. gaman væri að fá svör við henni frá lesendum.

Þannig er að á Minjasafninu er andyri með læstri millihurð inn á safnið. Hurð þessi þarf eiginlega að vera læst á virkum dögum þegar verið er að vinna í­ öllu húsinu, vegna þess að annars er sú hætta fyrir hendi að óvandaðir menn laumist inn og steli tækjabúnaði. (Tveimur skjávörpum hefur verið stolið.)

Þetta þýðir að þegar gestir koma á safnið opna þeir útidyrnar, ganga inn, taka í­ snerilinn að millihurðinni og komast að því­ að hún er læst. Á miðri rúðunni á hurðinni er miði. Þar stendur stórum stöfum á í­slensku og ensku að fólk eigi að hringja bjöllunni. Sí­ðar var bætt við frekari útskýringu – „hún er á veggnum hægra megin“. Enn sí­ðar ákvað annar safnvarða að prenta út stóra, rauða ör sem bendir á bjölluna.

Þrátt fyrir þessar leiðbeiningar gerist það nánast daglega að gestur eða gestir gangi inn í­ andyrið, grí­pi í­ snerilinn, klóri sér undrandi í­ kollinum og fari út aftur. Oftar en ekki tek ég eftir þessu fólki í­ myndavélakerfi safnsins.

Spurningin er því­ sú hvort ég eigi að:

i) hlaupa á eftir gestunum og hrópa „ekki fara – ekki fara! Það er opið!“

eða

ii) hugsa: „vitleysingar! Þið eigið ekki skilið að fá að skoða safnið mitt!“

– Það eru svona spurningar sem halda fyrir manni vöku á nóttunni (til viðbótar við helví­tis kettina).