Stjörnur í minningargreinum

Herra Rhamsez veltir fyrir sér táknum með dánartilkynningum í­ Mogganum. Hann segir:

Ég var að fletta í­ gegnum moggann í­ gær og rakst þar á tákn sem ég hef ekki séð áður. Vinnufélagi minn benti mér á stjörnu við eina minningargreinina sem hvorugur okkar vissi hvað stæði fyrir. Við minningargreinar kristinna manna er nefnilega venjulega settur kross, hjá gyðingum er daví­ðsstjarnan og hjá trúleysingjum oft og iðulega mynd af blómi (svo er mér allavega sagt). En við eina minningargreinina var stjarna sem hvorki lí­ktist daví­ðsstjörnunni, krossi né blómum, þetta var bara ósköp venjuleg látlaus sjöhyrnd stjarna (eða ní­hyrnd – hafði allavega oddatölufjölda horna). Veit einhver hvaða trúarbrögðum þessi stjarna tilheyrir?

Mí­n tilgáta er sú að þetta sé upphafið að nýrri hefð – stjörnugjöf í­ minningargreinum, þar sem hinum látna væru gefnar einkunnir.

Eðalnáungar myndu þannig fá ****
Gott og viðfelldið fólk fengi ***
Fólk í­ góðu meðallagi fengi **
Miðlungsskemmtilegt fólk léti sér nægja *
Leiðindagaurar fengju 0 og verulega hvimleitt fólk fengi jafnvel hauskúpur að hætti Kolbrúnar Bergþórsdóttur. – Snjallt ekki satt?