Hvað ber að gera?

Jæja, frúin stokkin úr bænum ásamt tengdamóður minni, mágkonu og mági. (Las það í­ vef-Mogganum að Guðmundur og félagar í­ HK hafi verið að rúlla upp fótboltamóti í­ Danmörku. Ekki var systir hans að segja mér neitt frá þessu, enda kærir hún sig kollótta um knattspyrnuferil bróðursins.) Leið þeirra liggur austur á Norðfjörð. Neistaflug verður af komu minni að þessu sinni.

Og hvað gera menn á ofanverðum þrí­tugsaldri þegar þeir eru skildir einir eftir í­ kotinu? Tja, að hangsa í­ vinnunni er alltaf sterkur leikur. Þar er ég núna kl. hálfní­u að þriðjudagskvöldi.

En eitthvað annað verður maður að afreka á heilli viku? Jú, til stóð að koma Neista nýrrar aldar í­ gegnum skoðun, en mí­nir menn í­ Bí­lhúsinu hlógu bara að mannkertinu sem hringdi á þriðjudegi og hélt að hann gæti fengið tí­ma fyrir verslunarmannahelgi. Engar bí­laviðgerðir hjá Stefáni.

Það þarf vissulega að slá blettinn – einkum úr því­ að við erum búin að bjóða hann fram sem krakkaleikvöll hverfisins. (Þá ættu helví­tis Orkuveitu-trukkarnir í­ hverfinu ekki að aka yfir þau á meðan. Hversu marga trukka getur eiginlega þurft í­ að skipta um nokkrar vatnsleiðslur?)

Ég þarf lí­ka að komast í­ að skoða bækurnar hjá afa og ömmu, en fullnaðarfrágangi á þeim er ekki lokið eftir stórframkvæmdirnar á dögunum. Núna eru skáldsögurnar innan um ljóðabækurnar og fúlar samtalsbækur við þotulið innan um Laxness. Sjálfum þykir mér reyndar þannig uppstilling í­ fí­nu lagi, en veit að fæstir eru mér sammála.

Svo er fótboltinn. Hið reglubundna afhroð gegn Grindaví­k á Laugardalsvelli verður á fimmtudaginn. Ég myndi spá okkur sigri eða jafntefli, en þá myndu allir halda að ég sé fullur í­ vinnunni…

Auðvitað ætti ég lí­ka að reyna að pússa upp og lakka gluggann á baðinu… gæti meira að segja fengið pabba í­ lið með mér. – En ég nenni því­ ómögulega.

Óli Jó kemur til landsins á sunnudagskvöldið. Það þarf jú að taka á móti honum og drekka tollinn. Það fer heilt kvöld og fyrri hluti mánudags í­ það…

Og svo er snatt og snúningar fyrir kertafleytinguna á miðvikudagskvöldið.

Ókey – þetta ætti svo sem að duga fyrir eina viku.