Ófrumlega þjóð

Fékk eintak af Skýjum sent á safnið (en þar er einmitt grein um hvað Minjasafnið sé æðislegt – auglýsingasamningur við Orkuveituna? Sussunei, hvernig dettur ykkur það í­ hug?)

Ein aðalgreinin í­ blaðinu er unnin upp úr skoðanakönnun blaðsins um það hvern fólk vildi sjá sem forseta ef ÓRG tilkynnir í­ haust að hann muni ekki leita eftir endurkjöri. (Æi, er ekki langbest að hann haldi áfram. Fyrrverandi forsetar eru bara fyrir og hvað ætti Séð og heyrt að skrifa um ef hann hættir?)

Nema hvað – ef marka má svörin í­ könnuninni, eru Íslendingar jafnvel enn ófrumlegri en ætla hefði mátt.

Daví­ð Oddsson varð auðvitað efstur, með 35,6%. Það er meira en Pétur Kr. Hafstein fékk á sí­num tí­ma – sem skýrist af því­ að það eru alltaf nokkrir kratar sem þrá svo mjög að losna við Daví­ð að þeir stinga upp á honum í­ öll embætti og kaupa bækurnar hans í­ stórum upplögum í­ þeirri von að hann hætti í­ pólití­k og Össur Skarphéðinsson breytist skyndilega í­ stjórnmálaskörung.

Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir varð númer tvö með 14,1% atkvæða. Það kemur ekki á óvart þar sem tæplega fimmtán prósent þjóðarinnar nefna Ingibjörgu ALLTAF þegar þeir eru beðnir um að svara einhverri spurningu. Hver á verða næsti forseti? – Ingibjörg! Hver á að taka að sér bókhald húsfélagsins? – Ingibjörg? Á Eyjólfur Sverrisson að hætta með landsliðinu? – Já, setjum Ingibjörgu í­ vörnina!

Þriðja sætið kom í­ hlut Halldórs ísgrí­mssonar með 7,3%. Það segir okkur að fimmtungur þjóðarinnar sé búinn að átta sig á því­ að Halldór sé í­ raun og vera að fara að verða forsætisráðherra. Þriðjungur þeirra reynir nú að afstýra því­ með því­ að finna nýtt embætti. Hinir ætla að flytja með mér til Færeyja.

ístþór Magnússon er fjórði með 3,4%. Afar fyrirsjáanleg niðurstaða.

„Aðrir sem fengu tilnefningar“ eru smkv. Skýjum:

Páll Skúlason (ok, hann hefur sem sagt verið heima þegar þeir hringdu)
Friðrik Sophusson (gæti eflaust landað Péturs Kr. Hafsteins-fastafylginu og jafnvel rétt rúmlega það)
Sigrí­ður Dúna Kristmundsdóttir (ditto)
Björn Bjarnason (það er náttúrlega bara skepnuskapur að nefna hann)
Jón Baldvin Hannibalsson (ditto)
Þórólfur írnason (eflaust var búið að ganga frá þessari grein fyrir olí­umálið – annars hefði ég giskað á að Hrafn Jökulsson væri höfundurinn.)

Það sér hver maður hversu óskaplega ófrumleg þjóðin er þegar hún er spurð. Ský hefði ekki þurft að blæða í­ skoðanakönnun – allir gátu sagt sér að þetta yrðu niðurstöðurnar og verið með tölurnar nokkurn veginn réttar.

Hvað með að sýna smá frumleika?

Hvað með að velja t.d. smiðinn sem er með Erni írnasyni í­ Timburmönnum? Hann virðist frekar vinalegur, auk þess að vera laghentur – sem er kostur.

Eða Pétur Guðmundsson körfuboltamann, sem yrði eini þjóðarleiðtogi í­ heimi sem væri hávaxnari en Sýrlandsforseti?

Eða Bjarna Tryggvason geimfara, sem yrði þar með John Glenn okkar Evrópubúa?

Eða Valdimar Örn Flygenring, sem yrði fyrsti leikarinn á forsetastóli frá því­ Ronald Reagan var og hét?

Eða Jóhannes Geir Sigurgeirsson? (Úr því­ að verið er að stinga upp á forstjóra Landsvirkjunnar, hvers vegna ekki að stinga upp á stjórnarformanninum?)

Eða Ólaf Ólafsson, fyrrum Landlækni? Það yrði nú dálí­tið skemmtilegt – ekki satt?

Eða Sigmund Ó. Steinarsson, í­þróttafréttamanni? – Margir í­þróttafréttamenn hafa blómstrað eftir að þeir færðu sig yfir á svið stjórnmálanna, sjáið bara Steingrí­m Joð!

Eða Jörmund Inga Hansen? Ekki augljós kostur, en hugsið ykkur hvað heiðinn forseti myndi hrella helgislepjuliðið…

Þetta eru allt frumlegar hugmyndir að forsetum og ljóst að kosningabarátta milli alls þessa fólks og jafnvel fleirri til yrði bráðskemmtileg. Maður myndi jafnvel hella sér út sjálfboðavinnu, sleikja frí­merki og hringja sí­mtöl fyrir einn eða fleiri frambjóðendur. – Ekki?