Enn um forseta

Ég hef verið að hugsa þetta heilmikið frá því­ í­ gær – hver geti orðið næsti forseti og eftir því­ sem ég velti málinu lengur fyrir mér þeim mun augljósari finnst mér niðurstaðan vera.

Til hvers höfum við forseta? Er það til innanlandsnota? Nei – að sjálfsögðu ekki. Megintilgangurinn er landkynning, að vekja athygli á Íslandi erlendis og selja meiri fisk. Þannig er það nú bara.

Og hvernig getur forsetinn okkar vakið athygli á land og þjóð? Jú, einfaldlega með því­ að vekja athygli á sjálfum/sjálfri sér. Til þess eru nokkrar leiðir:

i) Að forsetinn sé frægur fyrir. Þeir sem aðhyllast þessa kenningu myndu velja Björk eða Eið Smára. Það er sami hópur og vildi á sí­num tí­ma fá Albert Guðmundsson (því­ hann væri svo frægur í­ Frakklandi). Þetta er meingölluð aðferð – því­ yfirleitt reynast frægir Íslendingar ekki jafn frægir og ætlað var þegar til á að taka. Þá vilja poppstjörnur og í­þróttakappar fara ótrúlega hratt úr tí­sku og eins og það er töff að hafa vinsæla rokkstjörnu sem forseta, þá er það lí­tið töff að hafa fyrrum-vinsæla rokkstjörnu í­ sama embætti.

ii)Að forsetinn sé heillandi persóna. Yeah, right – eins og börnin myndu segja. Þetta er sama sjálfsblekkingin og að halda að Íslendingar geti unnið Júróví­sí­ón út á það hvað í­slensku flytjendurnir séu sjarmerandi á blaðamannafundunum úti. „Birgitta var svo sæt og allir sem við erum búnir að hitta vona að hún vinni…“ – Persónutöfrar og gáfur geta ALDREI komið þjóðarleiðtogum á kortið.

iii) Að forsetinn sé kostulegur brjálæðingur. Þetta hefur gagnast ótrúlega vel hjá mörgum þriðja heims rí­kjum. Enginn veit hvar Úganda er á landakorti, en allir vita að Idi Amin var hrotti sem át mannakjöt. Geðveikislegar yfirlýsingar – á borð við að hóta öllum öðrum þjóðum dauða í­ strí­ði getur lí­ka vakið verulega athygli á leiðtogum og smárí­kjum. Hættan er hins vegar sú að flestir þjóðhöfðingjar af þessari gerðinni leiða hörmungar yfir lönd sí­n og leiða til innrásar erlendra herja.

iv) Eina raunhæfa leiðin er því­ að forsetinn hafi augljósa lí­kamlega sérstöðu. Hugsum málið aðeins betur. Hvers vegna varð Vigga Finnboga fræg? Jú, hún var ekki með typpi. Það þótti ákaflega óvenjulegt fyrir forseta – einkum í­ ljósi þess að hún var ekki forseti í­ Así­ulandi og ekkja einhvers stjórnmálamanns sem skotinn hafði verið tuttugu árum fyrr.

Á dag er hins vegar ekki nóg að vera kona til að vekja athygli. Það þarf eitthvað meira – eitthvað miklu meira krassandi.

Íslendingar gætu þannig valið fituhjassa. Helst einhvern á bilinu 4-500 kí­ló.
* Kostir: Hann yrði feitasti forseti í­ heimi og vekti athygli á öllum ljósmyndum.
* Gallar: Mikil hætta á hjartasjúkdómum. Myndi varla lifa heilt kjörtí­mabil.

Íslendingar gætu valið dverg, helst ekki stærri en 120-130 cm.
* Kostir: Hann yrði minnsti forseti í­ heimi og vekti sem slí­kur athygli.
* Gallar: Er það ekki of kjánalegt að dverg-rí­ki myndi velja dverg?

Íslendingar gætu valið risa, t.d. Pétur Guðmundsson.
* Kostir: Hann yrði stærsti forseti í­ heimi og myndi gnæfa yfir alla aðra þjóðarleiðtoga. Jafnvel valdamestu menn myndu virðast dvellar við hliðina á honum og þar af leiðandi ekki eins ógnandi.
Gallar: Engir sýnilegir.

Íslendingar gætu valið kraftajötunn, t.d. Hjalta Úrsus eða Magnús Ver.
* Kostir: Hann gæti vakið mikla athygli með því­ að lyfta erlendum þjóðhöfðingjum á mannamótum og sprengja hitapoka með því­ að blása þá upp.
* Gallar: Einhverjir gætu séð í­ gegnum trikkið. Þetta má ekki lí­ta út fyrir að við séum að reyna of mikið.

Af þessu má sjá að Pétur Guðmundsson er augljós kostur í­ forsetaembættið. Ég vil að því­ verði haldið til haga að það var fyrst á þessum vettvangi að stungið var upp á Pétri. Jafnframt gef ég kost á mér sem kosningastjóri hans. Óska eftir góðum slagorðum. Er sjálfur kominn með nokkur í­ vinnslu: „Setjum markið hærra!“ & „Ekki fleiri rindla á Bessastaði!“ (Það þarf samt eitthvað að slí­pa þetta til…)