Jæja, ekki ætlar kattarfjandinn að hætta að þröngva sér inn í íbúðina. Á nótt, þegar Steinunn brá sér á klósettið, var kvikindið búið að bjóða sér inn í stofu. Þetta gerðist þrátt fyrir að búið væri að sprauta ilmvatni við gluggann eins og Viðar hafði lagt til. Kattarkvikindið virðist þola ilmvatnslyktina, þannig að næst verður …
Monthly Archives: júlí 2003
Ný vegtylla!
Hah! Segið svo að besti og frægasti bloggarinn sé ekki mikilvægur maður á sínum vinnustað! Rétt í þessu var ég að fá nýtt verkefni og meðfylgjandi titil. Ég er sem sagt orðinn: ábyrgðarmaður förgunaraðfanga! Á því felst að fjórum sinnum á ári á ég að fá skýrslu frá gámafyrirtæki um þyngd sorps frá Minjasafninu, Elliðaárstöð …
Mamma, mamma…
…það þurfti ekki að bora! Það voru engar holur! – Sagði smástelpan í Colgate-auglýsingunni hróðug. Besti og frægasti bloggarinn er ekki síður rogginn eftir velheppnaða heimsókn til Ragnars Steinarssonar tannlæknis. Eftir að hafa trassað að heimsækja tannlækninn í u.þ.b. fjögur ár mátti búast við míní-Kárahnjúkaprójekti í báðum gómum og kostnaði sem slegið hefði alla drauma …
Subbulegasta frétt vikunnar
Merkilegt að ég skuli ekki hafa bloggað um þetta fyrr, en sáu menn hina óralöngu frétt Stöðvar 2 um Hulk-frostpinna og sterk litarefni? Hvað var eiginlega í gangi? Þriggja mínútna fréttaskýring þess efnis að Hulk-íspinnar liti allt sem fyrir verður grænt… Hver eftirtalinna var mest að klúðra: i) Fréttamaðurinn sem bjó til fréttina ii) Fréttastjórinn …
Grænmetisauglýsing
Úgg. Á gær fór ég gjörsamlega upp úr engu að raula lagið úr gamalli frænmetisauglýsingu. Hú var á þessa leið: Nú er lag – Sólargrænmeti hvern dag! Það heilsu þína bætir – sem og vax-tar-lag… Eitthvað segir mér að það hafi verið tvö erindi. Er einhver von til þess að einhver lesandi hafi restina á …
Grunn mýri
Á nótt dreif ég það loksins af að lesa Mýrina eftir Arnald. Fannst það einhvern veginn tilheyra að hafa lesið þessa bók úr því að maður býr í Norðurmýrinni, auk þess sem mér skilst að þetta sé besta glæpasaga Arnalds og ein sú besta af þeirri grein bókmennta eftir íslenskan höfund. Hrifinn? Tja, ekkert sérstaklega. …
Sunnudagsþreyta og glímuskjálfti
Úff, þetta er búin að vera erfið helgi. Málningarvinna í íbúð afa og ömmu tók á, sem og miklar vökur aðfararnótt laugardagsins þar sem við Steinunn fylgdumst með miðnæturkrikketi. Laugardagskvöldið var svo haldið í móttöku í breska sendiráðinu fyrir krikketfólk og í kjölfarið haldið á Nasa. Var það fyrsta og síðasta heimsókn besta og frægasta …
Dauði netsins
Gula ógeðið skín og steikir mig á skrifstofunni. Óstuð! Alltof heitt til að vinna og gestir forðast söfn í svona veðri. Eina rétta í stöðunni er að hanga á netinu. Það er merkilegur andskoti þegar maður dettur niður að skoða blogg, hversu rútínubundið það verður. Maður les sömu síðurnar aftur og aftur, en aðrar – …
Fyrsta skiptið
Allar þessar umræður um hvort rífa eigi Austurbæjarbíó eða leyfa því að standa (mál sem ég læt mig fremur litlu varða) hafa orðið til þess að ég fór að rifja upp fyrsta skiptið. – Nei, ég ætla ekki að fara að þreyta ykkur með einhverjum blautlegum bíótengdum sögum, heldur segja frá fyrstu mótmælaaðgerðunum sem ég …
Að standa undir bloggi…
Samhliða því að halda úti þessari bloggsíðu er ég einn þriggja/fjögurra ritstjóra á tenglasíðunni á blogginu hans Palla. Þar skelli ég inn tenglum á hvaðeina sem ég rekst á þegar ég er að slóra og hangsa á netinu. Um daginn tengdi ég yfir á síðu Kean Soo, Kandamanns af asískum uppruna, sem bloggar á teiknimyndasöguformi. …