…ætlar menn og dýr lifandi að drepa í dag. Ekki gaman að vinna skrifstofuvinnu á svona degi. Fór í hádeginu í dúka- og tuskubúðina „Virka“ í Mörkinni. Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru víst ekki vísitölukúnnarnir í þeirri verslun og augljóst að afgreiðslukonan ætlaði aldrei að selja okkur neitt. Benti okkur á efnisstranga sem kostuðu milljón …
Monthly Archives: júlí 2003
Yfirtaka – ekki greiðslustöðvun
DV segir í dag frá því að liðið mitt, Luton Town, sé komið í greiðslustöðvun. Fréttin er svona í heild sinni: Luton í greiðslustöðvun Það er engin launung að fjárhagur félaga á Bretlandseyjum er slæmur og nú hefur 2. deildar félag Luton verið heimiluð greiðslustöðvun. Þessi vandræði félaganna má rekja til hruns á leikmannamarkaðinum að …
Ohhh…
Eins og það er gaman að stela sigrum á lokamínútum leikja, þá er jafn ömurlegt að tapa á þann hátt. Ég er æfur. Get samt ekki komist hjá því að kenna undarlegum skiptingum um hluta af þessu tapi. Hvers vegna – úr því að hálft Framliðið var gjörsamlega sprungið – var beðið með síðustu skiptinguna …
Óheppinn verktaki
Ekki varð okkur á Minjasafninu að þeirri ósk okkar að gamla seiðastöðin í írtúnsbrekkunni yrði rifin í dag. Húsið, sem er að hruni komið átti að rífast og á föstudaginn var verktakinn sem tók að sér niðurrifið kominn með gröfu á svæðið. Á morgun hugðist hann svo taka til óspilltra málanna með kúbein og sleggju …
Meinleg villa í orðabókinni…
Eins og flestir lesendur þessarar síðu ættu að vita er besti og frægasti bloggari landsins mikill hobbýmálfræðingur og er sífellt reiðubúinn að rífast við orðabókina. Sem ég var að raka mig í gær, með sköfunni minni sem ég fékk senda frá einhverjum heildsalanum fyrir tíu árum síðan og nota enn, (ótrúlegt hvað margir kalla rak-sköfur …
Listaverkið á baðinu
Mánagata 24 hefur eignast nýtt listaverk. Það er á innanverðri baðherbergishurðinni. Mynd þessi er þó ekki fyrir viðkvæma. Hver veit nema að sami listamaður fái að hanna fleiri listaverk fyrir íbúðina – ekki fær hann að setja þetta upp heima hjá sér. * * * Kvikmyndin Gas.s.s.s (eða eitthvað svoleiðis) var einhver sú mesta steypa …
Miðaldra?
Tvær virðulegar bloggfrúr eru (og það nokkuð réttilega) súrar yfir að hafa ekki fengið næga umfjöllun í blogg-þemahefti Veru sem kom út í vikunni. Á kjölfarið hafa þær velt því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skilgreina 35 og 37 ára konur sem miðaldra? Virðast þær fremur hallast að því. Hugtakið miðaldra er vandmeðfarið. …
Eimreiðin 1942
Er að glugga í Eimreiðina frá 1942 (ekki spyrja, vinnutengt) og skemmti mér vel yfir auglýsingunum. Ein er sérstaklega skemmtileg enda stóru orðin ekki spöruð: Ekkert er jafnömurlegt og bókarlaust heimili. Notið nú tækifærið að koma upp vísi að heimilisbókasafni- og byrjið á íslenzkum úrvalsbókum: Sögunni af Þuríði formanni, Sögu Theodórs Friðrikssonar, Stjörnum vorsins eftir …
Fyrirlesararaunir
írmann er með góða greiningu á mismunandi fyrirlesurum og raunum þeirra sem fyltja erindi á ráðstefnum. Inn á listann vantar samt muninn á annars vegar þeim sem ætla að vinna salinn og hins vegar þeim sem ætla að vinna ráðstefnuritið. Hversu oft hefur maður ekki lent í að sjá fyrirlesara (yfirleitt Bandaríkjamenn) rúla í ræðustólnum, …
Bókaböðullinn
Tók mér frí í vinnunni í gær til að hjálpa afa við að grisja í bókaskápnum á Neshaganum en það hefur ekki verið gert í hálfa öld sýnist mér. Þegar yfir lauk var heilt bílhlass af bókum sent á haugana, en vitaskuld týndi ég þó frá það sem hugsanlega gæti haft gildi fyrir aðra og …