En hvað með Alþýðublaðið?

Þökk sé góðum ábendingum í­ athugasemdakerfinu mí­nu er nú farin að komast nokkuð heilleg mynd á teiknimyndasagnaflóruna á sí­num tí­ma. Annars rifjaðist upp fyrir mér að í­ DV var lí­ka einnar-myndar-saga sem hét „Kærleiksheimilið“, en hún fjallaði um bandarí­ska millistéttarfjölskyldu og var einkum merkileg vegna þess að myndaramminn var hringur en ekki ferhyrningur. Myndasögur Kjarnós …

Enn um skrípó

Teiknimyndabloggið hér að neðan hefur vakið viðbrögð og umræður á spjallsvæðinu. Kalli og Kobbi á Þjóðviljanum og Hvell-Geiri á Tí­manum hafa verið rifjaðir upp. Hvaða sögur aðrar voru í­ þessum blöðum? Þjóðviljinn hafði Foldu, í­þróttaskrí­póið Garp, Kærleiksbirnina og sænska sögu um einstæða móður með tvo unglinga. Hvað var í­ Tí­manum annað en Hvell-Geiri? Las einhver …

Með morgunkaffinu

Teiknimyndir í­ dagblöðum mega muna sinn fí­fil fegri. Sú var tí­ðinn að DV var með heila opnu af teiknimyndasögum í­ fí­num gæðum, auk þess sem Gí­sli J. ístþórs var með skrí­pamynd aftarlega í­ blaðinu. Á dag eru teiknimyndarenningarnir bara fjórir. Svona fer öllu aftur í­ heiminum. Á blómatí­ma DV-teiknimyndasagnanna voru ekki færri en þrjár framhaldssögur …

Ljós í myrkrinu

Klukkan er orðin 13:40 og engir Danir komnir. Ég er foxillur. Hausar munu fjúka. Ég hugga mig þó við þær fregnir endurútgáfa Múmí­nálfabókanna standi fyrir dyrum. Kannski helví­tis ferðaskrifstofan ætti að reyna að gefa mér eintak af þessari bók til að blí­ðka mig?

Ergelsi

Er sniðugt að blogga þegar maður er pirraður? Kannski ekki, en það léttir kannski lundina í­ augnablik… Ef það er eitthvað sem maður þarf EKKI á að halda á miðvikudegi í­ vinnunni, þá er það dönsk ferðaskrifstofa sem bókar hóp 20 danskra rafiðnaðarmanna sem eiga að mæta á safnið „milli kl. 9 og 11“. Fyrir …

Rétt svar er komið fram!

Nanna átti kollgátuna í­ þriðjudagsþrautinni. Hér var að sjálfsögðu verið að spyrja um Hroll hinn hræðilega (Hí¤gar the Horrible), en fyrsta teiknimyndasagan um hann birtist einmitt 4. febrúar 1973. Höfundur teiknimyndanna er Dik Browne, en eftir dauða hans tók sonurinn Chris Brown við pennanum og skrifblokkinni. Eftirlætisfí­gúran mí­n í­ þessum sögum er þó ví­kingaöndin Kwack. …

2. vísbending

Jæja, þá er klukkan 15:25 og komið að 2. ví­sbendingu. Framkomnar ágiskanir eru snjallar en ekki réttar. Maðurinn sem um er spurt er fjölskyldumaður. Hann á tvö börn. Dóttur sem er mikill skörungur og son sem er hálfgerð veimiltí­ta. Þá á hann tengdason sem er tónlistarmaður. Helsti starfsvettvangur þessa manns er Bretland, en seint verður …

Getraun dagsins

Úff hvað þetta er leiðinlegur dagur. Ég stend í­ stappi – bæði við launadeildina og tölvudeildina. Kemst ekki frá en þyrfti að komast í­ að útrétta. Best að brjóta þetta upp með getraun. Spurt er um mann. Maðurinn sem um er spurt er af óræðu þjóðerni. Strangt til tekið er hann bandarí­skur, flestir álí­ta hann …

Frjálsar

Stórmót í­ frjálsum í­þróttum eru eitthvert besta sjónvarpsefni sem til er. Það er hægur vandi að detta niður í­ margra klukkutí­ma gláp þegar sleggjukast karla, 3.000 metra hlaup eða kvennalangstökk er í­ boði. Það er helst gangan og maraþonhlaupin sem ég er ekki að ná uppí­, auk þess sem tugþrautir og sjöþrautir eru hvimleiðar – …

Bank Holiday

Á Bretlandi er til fyrirbæri nokkuð sem nefnist Bank Holiday. Það lýsir sér í­ því­ að nokkrum sinnum á ári (þrisvar minnir mig) taka þeir sér frí­dag á mánudegi. Þetta kemur væntanlega í­ staðinn fyrir ýmis í­-miðri-viku-frí­ okkar Íslendingar, eins og öskudag, sumardaginn fyrsta o.s.frv. Þegar ég bjó í­ Edinborg komu þessir frí­dagar mér alltaf …