Sólarmegin í tílverunni

Ví­í­í­… nú er ástæða til að gleðjast. Gula ógeðið skí­n eins og það væri á akkorði og það er alltof heitt til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Fyrir vikið hef ég einbeitt mér að því­ í­ dag að vera ofsakátur yfir sigrinum á Grindaví­k í­ gær.

Reyndar tókst mér að missa af megninu af leiknum. Fyrst með því­ að uppgötva um leið og ég renndi í­ hlað á Laugardalsvellinum þegar leikurinn var nýbyrjaður – að ég hefði gleymt veskinu úti á Seltjarnarnesi. Þannig fór allur fyrri hálfleikur í­ akstur.

Seinni hálfleikur var ekki langt kominn þegar ég var kallaður upp í­ hátalarakerfinu. Ég þurfti að fara með afa á slysó, þar sem eitthvað virtist standa fast í­ hálsinum á honum. Borgarspí­talinn virtist mannlaus og háls-, nef- og eyrnalæknirinn á vakt var engu nær. Afi var því­ innritaður og gisti á spí­talanum í­ nótt. Við rannsókn í­ morgun kom ekkert fram og ég skutlaði honum aftur heim upp úr hádegi.

Á framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér háls-, nef- og eyrnalæknum. Skyldi vera einhver togstreita á milli þeirra innbyrðis? Ætli það þyki t.d. fí­nna að vera sérfræðingum í­ eyrum en í­ hálsi? Eða ætli eyrna- og hálssérfræðingarnir sameinist um það á ráðstefnum að pönkast á neflæknunum? Kannski kemur einhvern þessara daga upp sjálfstæðishreyfing hjá háls-sérfræðingum sem neita að vinna með öllum þeim sem garfa fyrir ofan kjálka? – Maður heyrir aldrei neitt um svona í­ fjölmiðlum…

* * *

Eru Framarar á beinu brautinn? – Tja erfitt að segja – en það er þó huggun harmi gegn að eftir þrjár umferðir af seinni hluta mótsins erum við búnir með þrjú efstu liðin.

Framtí­ðin er björt – og blá!

* * *

Sverrir Guðmundsson er í­ dag með æðislegt blogg um fjölda samhljóða í­ röð í­ orðum. Það minnir mig á óhemjugóða stjörnuspá úr Tí­manum:

Nautið – 20.aprí­l-20.maí­

Maðurinn þinn er þér ekki trúr eins og þú heldur, heldur heldur hann við Villu í­ kjallaranum. Það sem er merkilegast við þessa „spá“ er að orðið „heldur“ kemur fyrir þrisvar sinnum í­ röð, tvisvar sem sögn og einu sinni sem atviksorð ef stjörnunum skjátlast ekki.

Snilld!