Skýrsla helgarinnar

Jæja, fyrsta blogg í­ nokkurn tí­ma. Þökk sé einhverjum óskiljanlegum tölvufrakterí­ngum Palla sem flutti allt sitt hafurtask. En nú er þeim lokið og þótt ég verði ekki var við neinar breytingar, þá er Palli glaður. Og þegar Palli er glaður er ég glaður.

Afrek helgarinnar felast í­ því­ að hafa slegið garðinn, lesið megnið af nýjustu Mark Steel-bókinni og tekið á móti Óla frá útlandinu. Þá héldum við feðgarnir í­ ferðalag um Reykjanesskaga í­ gær og heimsóttum meðal annars Saltfisksetrið í­ Grindaví­k. Það er góð sýning.

Seinni partinn kemur Steinunn aftur í­ bæinn eftir vikudvöl fyrir austan. Ó hvað það verður gott. Það eru lí­ka takmörk fyrir því­ hvað leggjandi er á einn mann að semja af krúttlegum SMS-skilaboðum.

Annars eru SMS-skilaboð frábært miðlunarform í­ einfaldleika sí­num. Hvenær skyldi einhverjum rithöfundinum detta í­ hug að semja bók sem einvörðungu byggðist upp af SMS-skeytum milli sögupersóna? Það yrði óneitanlega kreflandi verkefni en gæti orðið bráðsmellið. – Með þessu væri lí­ka stigið feti framar en Matt Beaumont gerði með bókinni E. – en það er farsakennd gamansaga sem byggist öll upp á tölvuskeytum milli starfsmanna í­ stórfyrirtæki.

Tölvukerfið hér í­ vinnunni er í­ steik, í­ það minnsta sá hluti þess sem að mér snýr. Það þýðir að ég kemst ekki í­ nein einkagögn. Óstuð.

Var annars hjá Sigurði G. Tómassyni í­ morgun að ræða um safnið og raforkusöguna. Við Sigurður besserwissuðumst í­ klukkutí­ma. Sem sagt fí­nt.

Barmmerkjagerð í­ kvöld. Kertafleyting annað kvöld.

Jamm.