Í býtið

Lenti í­ sjónvarpinu í­ morgun ásamt ritstjóra Frétta að ræða kjarnorkuárásina á Hí­rósí­ma, stöðu í­ hermálinu og annað í­ svipuðum dúr. Þetta er í­ annað sinn sem ég mæti í­ Ísland í­ býtið á innan við hálfum mánuði. Sminkan hélt að ég væri innanhúsmaður, fannst ég vera svo heimilislegur þar sem ég rauk beint í­ kaffikrúsir starfsmanna.

Við Steingrí­mur vorum nokkuð brattir, en það lækkaði nokkuð í­ okkur rostinn þegar við komumst að næsta viðtal á eftir okkur var við kálf. Það er nú margt hetjuegra en að hita upp fyrir kálf í­ spjallþætti.

Á undan okkur voru hins vegar dr. Gunni og Sigurjón Kjartansson, en þeir eru að fara að stofna enn eina útvarpsstöðina. Þeir voru að fiska eftir nýju nafni og sjónvarpsáhorfendur kepptust við að hringja inn.

Uppástungurnar voru allar afleitar. „Smellur“, „Rokkstöðin“ eða eitthvað álí­ka vont. Ef menn velta þessu aðeins fyrir sér ætti svarið hins vegar að liggja ljóst fyrir. Hver er frægasta evrópska útvarpsstöðin í­ sögunni? Að sjálfsögðu Radí­ó Lúxembúrg, sem rekin var á einhverjum pramma í­ Norðursjó.

Af þessu má sjá að besta útvarpsstöðvarnafnið væri að taka upp heiti einhvers smárí­kis. T.d.: Útvarp Andorra; Liecthensteinstöðin eða Radí­ó Mónakó. – Þetta eru allt nöfn sem myndu sví­nvirka.

Þá er búið að leysa það vandamál…