Kastljós leiðindanna

Úff, held að ég hafi aldrei heyrt jafnleiðinlegan umræðuþátt og Kastljósþáttinn í­ gær – með hugsanlegri undantekningu í­ því­ þegar Svenni og Kristján Kristjánsson töluðu við rí­kisendurskoðanda og Kristján sofnaði í­ miðju kafi.

Nú kann vel að vera að sú hugmynd að fletta ofan af æskudýrkuninni á í­slenskum vinnumarkaði og kerfisbundnu ranglæti gangvart eldra fólki hafi verið góð á vinnufundinum. En hefði þá ekki verið skynsamlegra að tékka á því­ hvort a.m.k. einn viðmælendanna þriggja væri þeirrar skoðunar að þetta vandamál sé fyrir hendi?

Á það minnsta reyndist þetta umræðuefni vera fallið um sjálft sig þegar allir gestirnir byrjuðu á að lýsa því­ að barnaráðningar og gamlingjauppsagnir væru bara til í­ útlöndum og ef þær hefðu eí­ðkast hér á landi væri það í­ það minnsta liðin tí­ð.

Gott og vel – nú skil ég að Hjálmar írnason mæti í­ svona þátt. Hann er atvinnupólití­kus og þarf sem slí­kur að taka öll viðtöl sem gefast – hversu innantóm sem þau eru. Á sama hátt er ekkert skrí­tið við það þótt kona frá ráðningarstofu noti kærkomið tækifæri til að kynna sitt fyrirtæki á besta tí­ma í­ sjónvarpi. En hvað var þetta eiginlega með Ingimund Sigurpálsson?

Ég hef séð meira togast upp úr lögregluvarðstjórum reyna að verja lögguklúður – en þeir mæta tilneyddir í­ viðtöl. Hvers vegna í­ ósköpunum samþykkir Eimskipaforstjóri að koma í­ sjónvarpið ef hann ætlar kerfisbundið að neita að svara öllum spurningum.

Urg!