Blikur á lofti

Ótí­ðindi, ógn og skelfing! Á gær hringdi bifvélavirkinn minn í­ mig og tilkynnti að Neisti nýrrar aldar væri í­ verra standi en ætlað var. Hann lekur ví­st olí­u eins og hann fái borgað fyrir það og allskonar flókin tækniorð (spindilkúlur o.þ.h.) eru ví­st í­ steik. Hann sagði nánast berum orðum að best væri að keyra bí­lnum á haugana og kaupa sér bland í­ poka fyrir tí­uþúsundkallinn.

Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.

Það þýðir að næstu daga eða vikur ætla ég að þjösnast áfram á vesalings bí­lnum mí­num, en fer jafnframt að leita mér að nýrri druslu sem uppfyllir þetta eina skilyrði mitt að kosta slikk.

Að öðru leyti er ekki ástæða til annars en að gleðjast. Kertafleytingin í­ gær tókst roknavel. Mogginn setti mynd á forsí­ðu (öðru ví­si mér áður brá) og nafngreindi Steinunni sem heimildamann um framkvæmdina og fjölda gesta. Gott mál.

Á morgun, föstudag, liggur leiðin upp á Skaga. Þar verða ásatrúarmenn með blót, en það er orðið nokkuð langt sí­ðan við skelltum okkur sí­ðast á slí­ka samkomu. Til hvaða áss á ég að drekka? Sí­ðast drakk ég til Heimdallar. Lýsi eftir góðum uppástungum. (Sleppið samt brandaranum um Helga íss.)

* * *

Ég gæti ekki verið meira sammála bloggi Þórdí­sar um fjölgreindarkanann. Maðurinn hefði kannski mátt prufa kenningar sí­nar á forsvarsfólki Íslensku menntasamtakanna, sem eru að bjóða honum upp á skerið. – Þótt fólk hafi „viðtalagreind“ og geti blaðrað í­ fjölmiðlum og þótt það hafi „samningagreind“ og geti kjaftað sig inn á bæjarfélög til að stofna og reka skóla – þá er ekki þar með sagt að það hafi „mannlegra samskiptagreind“ og geti rekið sjoppuna í­ ár án þess að út brjótist lí­til borgarastyrjöld… – Ekki?