Dagar Össurar taldir

Jæja, þá er þetta búið hjá Össuri. Hafi einhver efast um að honum yrði slátrað á næsta landsfundi tekur Fréttablaðið af allan vafa með því­ að birta viðtal við Margréti Frí­mannsdóttur um að hann muni sitja áfram.

Allir vita að þegar einhver fer í­ viðtal og segir: „Ég er ekki á leiðinni í­ framboð/landsliðið/nýtt starf, þótt fullt af fólk hvetji mig til þess“ – merkir það í­ raun: „mig dauðlangar. Hvers vegna stingur enginn upp á mér?“

Viðtalið: „Er hundleiður á kjaftasögunum“ – merkir í­ raun: „Hey, eru allir búnir að gleyma mér? HALLÓ – sýna mér athygli!“

Fréttin: „Hr. X nýtur ótví­ræðs stuðnings. Enginn vill bola honum í­ burt“ – merkir: „rýtingarnir eru á leiðinni úr brýningu…“

Aumingja Össur!

* * *

Við Steinunn tróðum okkur undir alltof litla regnhlí­f í­ gær og fórum á Dillon. Þar voru ansi margir Gay pride-göngugarpar sem höfðu blotnað of mikið að utan um daginn og að innan upp frá því­. Andrea er samt langbesti plötusnúðurinn á nokkrum bar í­ bænum.

* * *

Úgg. Fótboltaleikur á Akranesi á eftir. Útlit fyrir úrhellisrigningu og völlurinn örugglega þungur og blautur. Mikið væri gaman að ná jafntefli, en ekki er ég tiltakanlega bjartsýnn.

Helv. Grindví­kingarnir virðast meira að segja ætla að bregðast mér í­ Eyjum. Þessi fallbarátta lí­tur verr út með hverjum deginum.

* * *

Á gær hjálpaði Óli mér að semja lögfræðilegt hótunarbréf. Það er nánast skuggalegt hvað drengnum er náttúrulegt að semja svona texta…