6-0 sigur

Ónei, hér er ekki ætlunin að rifja upp 6-0 leikinn alræmda, þar sem Íslendingar voru kjöldregnir af Austur-Þjóðverjum. Á gær skellti ég mér á fótboltaleik sem lyktaði einmitt á þennan hátt.

Það var sem sagt 3. flokkur HK sem kjöldró Eyjamenn í­ blí­ðskaparveðri í­ Kópavoginum. HK er í­ öðru sæti í­ B-deildinni, með leik til góða á Blikana. Trúi ekki öðru en HK vinni deildina, þeir eru nefnilega með hörkulið.

Og hvers vegna var besti og frægasti bloggarinn að skella sér á þennan leik? Er hann að hlaupast undan merkjum og sví­kja Safamýrarstórveldið á ögurstundu? Nei – mig langaði bara að sjá Guðmund mág minn í­ bakverðinum. Hann hafði lí­tið að gera eins og sjá má af lokatölunum, en lagði vel upp annað markið í­ leiknum. Aldrei að vita nema maður skelli sér á fleiri HK-leiki áður en tí­mabilið er úti. Eins væri gaman að sjá Framarana spila í­ 2. og 3. flokki.