Leifturlýður

Hvenær munu Íslendingar fá að upplifa leifturlýð af eigin raun. (Tilraun mí­n til að í­slenska hugtakið Flash Mob.)

Samkomur leifturlýðsins eru nýjasta tí­ska á netinu, en þá er hópi fólks stefnt á tiltekinn stað til að fremja þar gjörning. Þannig mætti hugsa sér að kl. 17 á föstudegi dúkki 20-30 manns upp í­ Kringlunni, dragi þar upp fiskistangir og þykist dorga í­ gegnum gólfið. Það væri klassí­sk leifturlýðs-uppákoma.

Hægt er að fræðast meira um þetta magnaða fyrirbæri á þessari sí­ðu. Snjallt!

* * *

Bjarna er óskað til hamingju með að hafa náð að bæta skaðann eftir að molarnir sprungu. Hvað ætli séu eiginlega margir bloggarar á molunum þegar allt er talið?

* * *

Um helgina kemur nýjasta Ian Rankin bókin út. Skyldu erlendu bókadeildirnar í­ bókaverslununum hafa vit á að panta eintök í­ tí­ma? Get varla beðið eftir nýrri Rebus-bók…