Ármann á menningarnótt

Ógn og skelfing! Menningarnótt á morgun og alls óví­st að ég komist á neinar uppákomur! Þarf aðeins að skjótast í­ vinnuna um morguninn, á fótboltaleik sí­ðdegis og stjana við sjúklinginn um kvöldið.

Þetta þýðir að ég kemst lí­klega ekki á ví­sindavefs-uppákomuna í­ Top Shop-húsinu þar sem írmann mun sitja fyrir svörum og leysa úr spurningum almúgans.

Ég var meira að segja búinn að semja spurningu, þannig að kannski getur einhver lesandi þessarar sí­ðu borið hana upp fyrir mí­na hönd. Hún yrði eitthvað á þessa leið:

írmann – nú spyr ég þig sem bókmenntafræðing og snilling. Fyrir lýðveldisstofnunina 1944, varpaði skáldkonan Hulda fram einfaldri spurningu sem enn hefur ekki fengist svarað með fullnægjandi hætti. Því­ spyr ég – „hver á sér fegra föðurland?“ Ef um fleiri en einn aðila er að ræða, gætirðu þá talið þá upp í­ stafrófsröð og helst lí­ka reynt að raða þeim niður eftir því­ hver á sér fegursta föðurlandið og hver það ljótasta?

Ég er viss um að þetta yrði mjög fróðlegt.