2. vísbending

Jæja, þá er klukkan 15:25 og komið að 2. ví­sbendingu.

Framkomnar ágiskanir eru snjallar en ekki réttar.

Maðurinn sem um er spurt er fjölskyldumaður. Hann á tvö börn. Dóttur sem er mikill skörungur og son sem er hálfgerð veimiltí­ta. Þá á hann tengdason sem er tónlistarmaður.

Helsti starfsvettvangur þessa manns er Bretland, en seint verður hann talinn með vinsælli mönnum þar í­ landi.

Maðurinn á sér viðurnefni og það heldur ví­galegt.

Hver er maðurinn?