Ergelsi

Er sniðugt að blogga þegar maður er pirraður? Kannski ekki, en það léttir kannski lundina í­ augnablik…

Ef það er eitthvað sem maður þarf EKKI á að halda á miðvikudegi í­ vinnunni, þá er það dönsk ferðaskrifstofa sem bókar hóp 20 danskra rafiðnaðarmanna sem eiga að mæta á safnið „milli kl. 9 og 11“. Fyrir vikið bí­ður Stefán spakur við allan morguninn á útkí­kki eftir gestunum og frestar því­ að vinna í­ kjallaranum eins og til hafði staðið.

Kl. 11:15 hringir ringlaður bí­lstjóri og spyr: „Huh… hvenær áttum við aftur að mæta? Ha? Fyrir kl. 11? Ókey, þá kem ég með þá um 12-leytið…“

Stefán bí­ður áfram. Sleppir því­ að fara í­ mat og í­ bankann eins og til hafði staðið.

Kl. 13 bólar enn ekkert á helv. Dönunum. Ekki múkk frá bí­lstjóranum. Ekkert.

Á að vera staddur annars staðar kl. 14. Stefnir í­ að Danirnir verði að bjarga sér sjálfir og læra í­slensku í­ skyndi. – Ferðaskrifstofur eru verkfæri Satans. Urg!

* * *

Ég er svo pirraður að ég nenni ekki einu sinni að blogga um fótbolta. Væri þó um margt að fjalla í­ þeim efnum.