Enn um skrípó

Teiknimyndabloggið hér að neðan hefur vakið viðbrögð og umræður á spjallsvæðinu. Kalli og Kobbi á Þjóðviljanum og Hvell-Geiri á Tí­manum hafa verið rifjaðir upp. Hvaða sögur aðrar voru í­ þessum blöðum?

Þjóðviljinn hafði Foldu, í­þróttaskrí­póið Garp, Kærleiksbirnina og sænska sögu um einstæða móður með tvo unglinga. Hvað var í­ Tí­manum annað en Hvell-Geiri? Las einhver Dag? Voru einhverjar sögur þar af viti?

DV var lí­ka með einnar-myndar-skrí­pó, þar á meðal „Vesalings Emmu“ sem fjallaði um eldri hjón. Ömmulega konu og önugan eiginmann hennar, auk þess sem börn og barnabörn komu við sögu. Svo var önnur saga um blondí­nu sem oftar en ekki var nýkomin úr baði með handklæði vafið um sig miðja. Minnir að hún hafi heitið Bella og verið mjög karlrembuleg í­ alla staði.

Hvað var meira? Jú, Myndasögur Moggans voru stórkostlegt blað og óskiljanlegt að Mogginn sé hættur með stóreflis teiknimyndasögukálf. Þar voru Spæderman, Hulk og Súperman (þó ekki allar í­ einu). Ziggy voru heimspekilegar sögur sem oftar en ekki gengu út á að Ziggy sat ásamt hundinum sí­num og horfði upp í­ stjörnubjartan himininn og varpaði fram einhverri tilvistarspekilegri pælingu.

Munaðarleysinginn Anna (Annie) voru sögur dauðans af rauðhærðri stelpu og hundinum hennar og viðureign þeirra við vona menn. Helví­tið hann Högni hrekkví­si var með hundfúlar sögur, sem enduðu á myndaramma sem átti að rekja hetjusögur af köttum lesenda. „Köturinn hennar Binnu (9 ára) er mikill grallari og finnst gaman að horfa á uppþvottavélina að störfum!“

Hermann var lí­ka með stórar sögur í­ Myndasögum Moggans og svo var serí­a um konu sem var endalaust í­ einhverju karlastússi og útistöðum við móður sí­na (frekar fúlt).

Á gamla daga birtust ístrí­ks-sögur í­ Mogganum. Þannig mun bókin „ístrí­kur og gullna sigðin“ hafa birst í­ heild sinni í­ þessum kálfi á einum vetri, en það er einmitt ein þeirra fáu ístrí­kssagna sem ekki hafa komið út á bók á í­slensku. (Sem er náttúrlega kapí­tuli út af fyrir sig…)

Ví­í­í­… nostalgí­a á föstudagsmorgni…